Milliblæðingar og verkir

27. október 2016

Spurning

Er búin að vera með milliblæðingar í nánast viku núna, er að klára pilluspjald. Á núna tvær pillur eftír.  Ég er búin að taka þungunarpróf en það kom út neikvætt. Er með rosalega mikla verki, minna soldið á vonda túrverki plús vindverki. Eru einhverjar líkur á þungun?


Það er ólíklegt að fá falskt neikvætt próf nema ef prófið er tekið of snemma í ferlinu.  Þá er séns að þungunarhormónið sé ekki orðið nægilega mikið í þvaginu til að mælast.  Þá er best að taka aftur próf nokkrum dögum síðar.
Ef það er séns á kynsjúkdómi þá þarftu að láta tékka á því, hjá kvensjúkdómalækni, á heilsugæslunni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma.
Ef allt er neikvætt þá gæti verið ráð að prófa aðra tegund af pillu.
Vona þetta komi að gagni, gangi þér vel.

27. október 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heimilið |  21.04.2015
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?