Mótorhjólapróf, sektir og aldur.

21. ágúst 2014

Spurning

Ég var að pæla hvort ég mætti keira krossara uppá fjöllum og þannig eða þarf ég að vera á braut? líka hver er refsingin ef maður verður gómaður á vegi á krossara? ps. Krossarinn er 125cc

Sæll, 

Ég geri ráð fyrir því að spurningin þín sé tvíþætt. 

Í fyrsta lagi það sem snýr af utanvegaakstri.

Þá er Utanvegaakstur með öllu óheimill samkvæmt lögum og reglugerðum. Brot á þeim lögum getur leitt til hárra fjársekta og fangelsisvistar. Mæli með að þú kynnir þér málið frekar á vef safetravel.is og vef umhverfisstofnunar.

Í öðrulagi hvort þú megir aka krossara. 

Þá fer það eftir hversu gamall þú ert. En til eru 4 tegundir bifhjóla prófa. 

Þá geta yngst geta 15 ára t.d. tekið AM próf á skellinöðru (létt hjól ekki yfir 50sm3 og ekki hraðar en 45km/klst). En þú getur skoðað frekari útlistun á bifhjólaréttindum á vefnum ekill.is.

En hin réttindin eru: 

  • M – fyrir létt motorhjól ( skellinaðra )
  • A1 -125 cc flokkur
  • A – lítið mótorhjól
  • A – stórt mótorhjól

Akstur án ökuréttinda varðar við fjársektir og frestun á rétti til að taka ökuréttindi.  

Bestu kveðjur og aktu varlega

Sindri Snær  

21. ágúst 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016