Mun ég alltaf vera íslendingur sama hvar ég bý?

11. febrúar 2015

Spurning

hæ hæ, ég ELSKA Bretland, sérstaklega England og mér hefur langað að flytja til London í LANGAN tíma. svo ég var að spá, hvernig flytur maður á milli landa? ég var líka að spá, mun ég verða breti eftir að hafa búið úti í einhvern ákveðin tíma eða mun ég alltaf vera íslendingur sama hvar ég bý? Takk fyrir góða síðu

Hæhæ

Það eru margar leiðir til að flytja á milli landa. Margir eru búnir að finna sér eitthvað til að gera í öðru landi, vinna eða fara í skóla en auðvitað eru líka margir sem skella sér í það ævintýri að vera ekki með neitt planað og vilja sjá hvað er í boði hinumegin. Það getur verið dýrt að búa í London svo það er líklega ágætt að vera búinn að vinna sér einhvern stað til að vera á og hugsa jafnvel aðeins út í það hvað þú myndir vilja gera þar, hvernig þú sjáir hlutina fyrir þér næstu árin. 

Það er hægt að sækja um breskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið í 5 ár í Bretlandi. Umsækjandi þarf þá að vera eldri en 18 ára, vera með hreint sakarvottorð og hafa ekki verið meir en 450 daga úr landi þessi 5 ár. Hér geturu lesið aðeins um það https://www.gov.uk/becoming-a-british-citizen

Varðandi það hvort maður verði breti á því að búa lengi þar er að ég held algjörlega undir hverjum og einum komið. Sumir hugsa alltaf um sig sem Íslendinga þó þeir hafi ekki búið á landinu í marga áratugi á meðan aðrir vilja kenna sig við önnur lönd eftir að hafa búið jafnvel í mun styttri tíma erlendis. Ég held þetta sé eitthvað sem hver og einn finnur hjá sér og ákveður hvort hann kynni sig áfram sem Íslending eða af einhverju öðru þjóðerni.

Vona að þetta hafi svarað einhverju,

Gangi þér vel með allt saman

11. febrúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð