Námsleiðir?

18. ágúst 2015

Spurning

Ef maður þarf að bæta við sig áföngum fyrir háskóla nám eftir stúdetspróf, hvað er best að gera, eru kvöldskóli,fjarnám,dagskóli möguleikar? Dæmi, æskilegt er að vera með 3 lokna áfanga í efnafræði en maður er bara búin með 1. Veit að það er bara æskilegt en til að hafa sem mestar líkur á því að komast inn í námið.

Hæ hæ,

Allir sem lokið hafa stúdentsprófi eiga geta sótt sér nám á næsta skólastigi (háskóla). Þó er það þannig að ýmsar námsbrautir á háskólastigi gera auknar kröfur um undirbúing nemenda fyrir námið. Því eykur það líkurnar þínar og styrkir stöðu þína námslega að bæta við þig áföngum sem taldir eru æskilegir.

Jafnframt er það rétt hjá þér að, þú getur bætt við þeim áföngum sem taldir eru æskilegir fyrir það háskólanám sem þú stefnir á; í kvöldskóla, fjarnámi eða dagskóla þrátt fyrir að hafa lokið stúdentsprófi.  Þó fer það alltaf eftir framboði áfanga í skólum.

Skoðaðu endilega greinar okkur um kvöldskóla http://attavitinn.is/nam/framhaldsskoli/kvoldskolar og fjarnám http://attavitinn.is/nam/framhaldsskoli/fjarnam fyrir frekari upplýsingar um þær leiðir. Kosturinn við kvöldskóla og fjarnám er að þar er auðvelt að vinna með náminu. 

Einnig bíður Endurmenntun Háskóla Íslands uppá undirbúningsnámskeið fyrir ýmislegt Háskólanám http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Onnurnamskeid/Undirbuningsnamskeid/ ásamt Opna háskólanum í HR http://www.ru.is/opnihaskolinn/stutt-namskeid/  .

Einnig hvet ég þig til að panta tíma hjá námráðgjafa þess skóla sem þú hefur hug á að stunda nám. Það er öllum nemendum og þeim sem íhuga að stunda nám opið og ókeypis .

Frekari upplýsingar um námsráðgjöf háskólanna:
• Námsráðgjöf Háskóla Ísland : http://nshi.hi.is/node/166
• Námsráðgjöf Háskólans Í Reykjavík: http://www.ru.is/radgjof/

18. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum