Neyðarpillan

29. maí 2012

Spurning

ég og kallinn vorum að stunda kynlíf og ég neyddist til að taka neyðarpilluna. Ég tók hana 14 tímum eftir á og ég las bæklinginn. Eitt stóð samt að ég ætti ekki að taka hana ef um seinkun á blæðingum væri að ræða, en ég gerði það nú samt ég er svo vön að fá oft seinkanir og jafnvel missa úr mánuði og einmitt nú átti ég að hafa byrjað fyrir 12 dögum. Ætti ég að taka þungunarpróf til að vera alveg viss? og hvenær tek ég það þá? Endilega fræða mig um þetta:)..

Sæl. Að taka neyðarpilluna er alltaf hugsað sem neyðarmöguleyki eða við tilfellum til þess að koma í veg fyrir þungun ef eða þar sem venjuleg getnaðarvörn hefur brugðist eða ekki verið notuð. Sagt er að öryggi pillunnar er 95% ef hún er tekin á fyrsta sólarhring eftir samfarir en fari síðan minnkandi eftir því sem á líður eða svo á öðrum sólarhring um 85% og svo alveg niður í 58% á þriðja sólarhring. Þannig að best er að fara sem fyrst. Það ætti að vera alveg í lagi að hafa tekið pilluna í þínu tilfelli þar sem þú segist stundum vera með seinkanir en það sem er meint með því að það er ekki talið gott fyrir tíðarhringinn að taka Postiner oftar en einu sinni í tíðarhring. Öryggið er mun minna en við noktun getnaðarvarna og ef Neyðarpillan er notuð aftar í mánuði getur það leitt til óreglulegra blæðinga. Ef þig grunar um að vera ófrísk þá myndi ég kaupa mér þungunarpróf í apótekinu og taka það sem fyrst og ef það er jákvætt þá myndi ég ráðleggja þér að hafa samband við kvensjúkdómalæknir og láta hann skoða þig. Þó að það sé sagt að þungaðar konur eigi ekki að taka neyðarpilluna veldur hún þó ekki fóstureyðingu. Gangi þér svo allt í haginn. kv.RBS.

29. maí 2012