Neyðarpillan og notkun

02. maí 2016

Spurning

Smá pæling ég og kærastan mín sváfum saman án þess að nota smokk (ég fékk það inní hana) og hún tók neyðarpilluna 27 klst eftitá hvað þýðir það, einnig hefur hún ekki byrjað á túr og það er liðin vika. Er venjulegt að stelpur byrja ekki á túr þegar þær sofa hjá maka sínum án smokks


Neyðarpillan ætti að virka sé hún tekin 27 tímum eftir óvarðar samfarir.  Þó að blæðingar hafi ekki komið þá þarf það ekki að vera merki um að pillan hafi ekki virkað.   Neyðarpillan er þó því miður ekki 100% örugg og eina leiðin til að komast að því hvort að kærastan sé ólétt er að taka þungunarpróf.  Það ætti ekki að hafa nein áhrif á blæðingar þó þið hafið samfarir án þess að nota smokk..nema þá ef hún verður ólétt.  En neyðarpillan getur ruglað í tíðarhringnum og því ekki alveg að marka hann næsta mánuðinn.  Best væri að taka þungunarpróf til að vera viss.
Bestu kveðjur.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015