Leiguvesen

10. febrúar 2014

Spurning

Dagatal

Dagatal
Flokkun: 

Ég er nýbyrjuð að leigja íbúð, ég fékk íbúðina 15.jan og kom fram á leigusamningnum að ég ætti að borga leiguna 5.feb. Leigusalinn sendi mér sms núna 3. febrúar og sagði að ég þurfi að borga helming af leiguverðinu fyrir tímann frá 15. jan til febrúar og þyrfti að borga það núna strax.
Það hljómar alveg réttlætanlegt en finnst eins og það ætti að koma fram í leigusamningnum að það ætti að borga þessa upphæð líka. Það var ekkert sagt um né stendur ekkert á samningnum að það þarf að borga þetta sem hann sendi mér í smsi.
Hefur hann alveg rétt á að biðja mig um þetta?

Sæl,

Það er nú erfitt að svara þessu alveg örugglega án þess að sjá samninginn og fá ítarlegri upplýsingar. Ég geri þó ráð fyrir að í samningnum segi að þú eigir að borga leiguna 5. hvers mánaðar, en ekki bara í febrúar. Þá geri ég líka ráð fyrir að í samningnum sé bara talað um að þú eigir að borga „einfalda“ leigu, þ.e. leigu fyrir einn mánuð (en ekki allt tímabilið frá 15. janúar – 28. febrúar)  hinn 5. febrúar.

Væntanlega er þá um það að ræða að það er febrúarleigan sem þú átt að borga 5. febrúar, leiga fyrir mars er svo greidd 5. mars o.s.frv., en almennt er leiga greidd fyrirfram. Þannig þarf að semja sérstaklega um það ef leiga á ekki að vera greidd fyrirfram, og ef þú vilt meina að samið hafi verið um að leiga fyrir 15. janúar til 15. febrúar væri greidd 5. febrúar, þá er það mjög sérstakt og þyrfti þá að koma skýrt fram í samningnum. Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að þetta hafi átt að vera þannig.

Þá er að mínu mati ekki óeðlilegt að leigusalinn vilji fá leigu fyrir tímann 15-31. janúar (nema skýrt hafi verið samið um að sú leiga ætti að vera ókeypis?), þó það sé vissulega sérstakt að leiga fyrir þann hálfa mánuð hafi ekki verið rukkuð áður, eða um leið og þú fluttir inn. Vona að þetta hjálpi eitthvað, en annars þyrftir þú að kíkja hingað til okkar með samninginn. 

Hildigunnur Hafsteinsdóttir - Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna

10. febrúar 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016