Hvernig get ég misst fitu af lærum?

14. nóvember 2016

Spurning

Hvað get ég gert til að missa fitu á milli lærana því allar buxur sem ég geng í eyðast alltaf upp þar sem lærin snertast og mér líður mjög illa yfir þessu

Það er alveg fullkomlega eðlilegt að lærin snertist og að buxurnar eyðist einmitt á þessum stað.  Það er því miður ómögulegt að stjórna því hvar fitubrennslan á sér stað.  Þó þú grennist þá er engin leið að tryggja að þú missir fitu einmitt á lærunum fyrst.  Ef þú vilt grennast þá er hollur matur og hreyfing málið en erfðir, líkamsbygging og hormónar stjórna því hvar fitan sest fyrst og fer fyrst.   Þó lærin snertist þá er það ekki merki um að þú sért of þung eða feit, þannig eru bara margar konur byggðar og það er fullkomlega heilbrigt og eðlilegt. Vona þú getir sæst við það.

Bestu kveðjur.

14. nóvember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð