Langar geðveikt mikið að eignast kærustu

03. september 2017

Spurning

Blessuð/aður, ég er 16 ára strákur og mig langar geðveikt mikið að eignast kærustu. Hvað á kéllinn að gera?

Blessaður 16 ára strákur

Já góð spurning, hvað á kjéllinn að gera? Nú getum við ekki fundið kærustu handa þér en þú getur haldið áfram að hafa augun opin og beðið eftir að rekast á einhverja sem þér virkilega líkar vel við. Þá geturu jafnvel talað við hana og séð hvort henni líki ekki við þig með tímanum og hver veit hvað geti gerst þá. Það er nefnilega ekkert varið í það að finna bara einhverja kærustu án þess að líka vel við hana eða að henni líki ekki við þig. Vertu því alveg rólegur, tíminn mun líklegast koma þar sem þú rekst á hina einu réttu. Vertu þú sjálfur og farðu brosandi út í lífið því bros eru bara svo ótrúlega heillandi. Hver veit nema það verði til þess að þú finnir þá sem þú leitar að.

Gangi þér vel í leitinni :)

03. september 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  22.11.2012
Heimilið |  20.10.2016
Einkalíf |  02.05.2016