Rauðleitir blettir í kringum typpi

14. nóvember 2017

Spurning

Ég er búinn að vera með rauðleita bletti í kringum typpið, aðallega faldir undir hárunum fyrir ofan typpið. Ég er búinn að vera með þá í svolítinn tíma og ég er að velta því fyrir mér hvort þetta gæti orðið eða er alvarlegt. Ég einnig tók eftir rauðleitum blettum á hausnum í morgun.

Ef það eru ekki önnur einkenni en rauðleitir litlir blettir þá er ólíklegt að þetta sé nokkuð til að hafa áhyggjur af.  Ef þig klæjar eða blettirnir verða að sárum eða stækka eða bólgna þá ættir þú að láta kíkja á þetta hjá þér.  Þú getur alltaf farið með svona í skoðun til læknis á heilsugæslunni í þínu hverfi.  Þú mátt panta bara tíma sjálfur og átt rétt á fullum trúnaði.  Ég ráðlegg þér að kíkja á doksa ef að þú hefur áhyggjur.   Ef þú hefur stundað kynlíf með öðrum þá er mikilvægara að láta tékka á þessu.  En ef þetta er bara smáir rauðir blettir en þú finnur ekkert fyrir því þá er alveg óhætt að sjá bara til og fylgjast með að þetta sé ekki að versna.

Tótalkveðjur. 

14. nóvember 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018