Puttinn kemst bara ekki inn

02. maí 2016

Spurning

Hef mikið verið að reyna að putta mig en get það bara ekki er búin að reyna það blaut en puttinn kemst bara ekki inn

Það er best að gera það þegar þú ert orðin mjög gröð og blaut í píkunni.  Reyna að slaka vel á og vera ekki hrædd um að meiða þig því þá spennast vöðvarnir saman.  Þú gætir líka prófað að gera það í heitu baði.  Það er mjög ólíklegt að nokkuð sé að þetta er bara smá æfing sem kemur þegar þú heldur áfram að prófa.  Flestar stelpur fróa sér með því að nudda snípinn og við það blotnar þú svo það verður auðveldara að renna fingrinum inn.  Það eru mjög fáar konur sem fá fullnægingu við að putta sig, flestar þurfa að nudda snípinn í leiðinni til að fá það.  Þannig að ef þú ert að putta þig til að fróa þér þá skaltu byrja á snípnum og prófa þig svo áfram.

Endilega skrifaðu aftur ef þér finnst þetta ekki svara þér nægilega vel.

Gangi þér vel.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018