Rennismiður eða rafvirki?

10. júní 2014

Spurning

Rafvirki eða Rennismiður? Hvort er sniðugra fyrir framtíðina? Ég held mér gæti þótt bæði mjög skemmtilegt.

Það er erfitt að segja til um hvort sé sniðugra fyrir framtíðina, enda er það mjög misjafnt hvað fólk metur sem það mikilvægasta þegar kemur að starfsvali. Sumum finnst mikilvægast að gera það sem þeim finnst skemmtilegt, sumum það sem er vel launað, öðrum þar sem er hentugur vinnutími eða mikill sveigjanleiki. Og svo getur það auðvitað verið blanda af þessu öllu.

Það er gott fyrir þig að skoða hvað þér finnst mikilvægast við val á námi eða starfi og meta út frá því hvernig störfin passa inn í það sem þér finnst mikilvægt.

Hægt er að fá námsráðgjöf hjá Iðnskólanum eða Borgarholtsskóla þar sem þessar greinar eru kenndar og getur það gefið þér góða innsýn inn í framtíðarmöguleika námsins og auðvitað er gott að tala við einhvern sem er að vinna í þessum geira.

 

Að velja sér framtíðarstarf getur verið snúið en það er gott að muna að það er alltaf hægt að skipta um vettvang eða nám ef maður finnur sig ekki í greininni. Allt nám nýtist manni þegar fram líða stundir, hvort sem maður vinnur við það á endanum eða ekki.

 

Gangi þér vel

 

 

10. júní 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016