Sár á typpinu, blæddi mikið..

02. maí 2016

Spurning

Hæ. Ég og kærastinn minn vorum að hafa samfarir fyrir viku síðan og ég hef aðeins bitið í getnaðarliminn svo það myndaðist sár. Við hættum að stunda kynlíf í 5 daga og svo fimm dögum síðar vorum við lengi að með slökkt ljós og tókum svo eftir því að ég var óvenjulega blaut. Við kveikjum ljósið og sjáum að það fooooossblæðir úr typpinu á honum og það var ekkert smá mikið blóð út um allt. Honum er enn illt í typpinu og blæðir af og til.Við höfum ekki stundað samfarir síðan, en þetta gerðist í fyrradag. Hann er að drepast honum er svo illt... Er þetta eðlilegt? Er eitthvað hægt að gera í þessu?

 

Þetta er ekki eðlilegt og réttast er að fara til læknis sem fyrst.  Sárið er þá líklega nokkuð djúpt og limurinn er blóðríkt svæði.  Hann ætti að láta lækni kíkja á typpið og það sem allra fyrst sérstaklega ef hann finnur svona til.  Það gæti hafa komið sýking í sárið og það því ekki gróið vel eða það rifnað upp aftur.  Hann getur farið á heilsugæsluna, bráðamóttökuna (slysó), læknavaktina eða á göngudeild húð-og kynsjúkdóma.  Ekki bíða með að láta kíkja á þetta.

Vona allt gangi vel, kv. íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018