Sjálfsfróun, kynþroskinn og kynlíf

02. maí 2016

Spurning

Hæhæ! Ég er 11 ára stelpa og er mjög forvitin um sjálfsfróun,kynþroskann og kynlíf. Ég er líka mjög skotin í strák sem er á sama aldri og ég. margar stelpur í mínum bekk eru byrjaðar á blæðingum, eða orðnar kynþroska. En hvenær er algengast að strákar verði kynþroska? Og ég veit að hjá stelpum og strákum einkennir mikill hárvöxtur kynþroskann, en hjá stelpum eru líka blæðingar og brjóst. Er eitthvað annað hjá strákum sem einkennir kynþroskann? Er allt í lagi að maður byrji að fróa sér 11 ára, eða áður en maður byrji á blæðingum? Og getur maður þá fengið fullnægingu? (er í 6.bekk). Ég hef oft reynt að fróa (þukla) á mér þarna niðri, en ég virðist ekki finna rétt gat!!! og hvar er þessi blessaði snípur? Eru strákar á mínum aldri yfirleitt hrifnir af brjóstum? Eða stelpum, hehe? Ég er oft að reyna að heilla þennan strák sem ég er skotin í, og ég er mjög stolt af brjóstunum mínum (hehe). Þessi strákur er mjög góður vinur minn og ég er svolítið hrædd við að spyrja hvort hann sé hrifinn af mér eða eitthvað. Mig langar svolítið að stunda kynlíf (soldið ung) en í hvaða stellingu er best að vera í þegar maður gerir það fyrst?Plís, einhver svara mér :D er í áskrift af tímaritinu Júlíu, og ætlaði mér fyrst að spyrja þau þar, en held að blaðamennirnir þar myndu ekki svara þessu...Er lengi búin að vera að leita að einhverri svona síðu,fann þessa loksins og ég er svo glöð með að sjá hvað þið eruð hreinskilin og góð, þori ekki að spyrja neinn annan. er í áskrift af tímaritinu Júlíu, og ætlaði mér fyrst að spyrja þau þar, en held að blaðamennirnir þar myndu ekki svara þessu...Með fyrirfram þökk.


Þetta eru allt flottar spurningar hjá þér.  Ég vil benda þér á að fara inn á síðu sem heitir 6h.is (www.6.is) þar velur þú glugga sem stendur á unglingar og þar undir er kafli um kynþroskann.  Þú velur til hægri fyrst kynheilbrigði svo undir því kynþroskann, þar undir er svo upplýsingar um breytingar hjá stelpum og strákum.  Þar finnur þú upplýsingar og myndir sem útskýra þetta betur.  Endilega kíktu á þessa síðu. 
Strákar eru oft aðeins á eftir stelpum í kynþroskanum en það er mjög einstaklingsbundið hvenær kynþroskinn byrjar, en 11-12 ára er algengur aldur.  Það er alveg eðlilegt að það sem var vinátta fyrir þróist í eitthvað meira þegar kynþroskinn kemur til sögunnar.  En auðvitað er mikilvægt að þið hafið þá bæði tilfinningar og löngun til þess að verða meira en vinir.  Það er mjög misjafnt hvenær strákar fara að hafa áhuga á stelpum og/eða brjóstum...Haltu bara áfram að vera góð vinkona og með tímanum kemur í ljós hvort það verður að ástarsambandi eða ekki.  Passaðu þig að flýta þér ekki um of að verða fullorðin.  Þú ert enn of ung til að stunda kynlíf en það er eðlilegt að þú sért farin að hugsa um það og farin að kynnast líkamanum þínum.  Sjálfsfróun er alveg eðlileg og ekkert að því að byrja þó þú sért ekki farin að hafa blæðingar og þú getur fengið fullnægingu.  Þegar þú ert að æfa þig við sjálfsfróun þá getur verið gott að vera í baði eða sturtu.  Þá er húðin blaut og fingurnir renna betur til.  Snípurinn er staðsettur eiginlega efst í rifunni (píkunni), hann er eins og lítil kúla sem svo stækkar aðeins þegar þú örvast kynferðislega.  Fyrir neðan snípinn, áður en þú kemur að rassinum eru svo leggöngin.  Það er erfitt að setja fingur inn í þau nema þú sért blaut.  Flestar stelpur fróa sér amk. til að byrja með bara með því að nudda snípinn.  Það getur verið hjálplegt að skoða píkuna í spegli til að sjá hvar allt er. 

Hér er skýringamynd sem gæti hjálpað:

Hvað varðar hvaða stellingu er best að nota þegar stundaðar eru samfarir í fyrsta sinn þá er það engin sérstök.  Algengast er sennilega að strákar séu ofan á en mikilvægast er að vera í stellingu þar sem stelpan hefur stjórn á hve hratt er farið inn.Ef þú skoðar svo síðuna sem ég benti þér á þá held ég að þú hafir fengið svör við öllum spurningunum þínum.  Annars skaltu endilega skrifa okkur aftur.Það er hollt og gott að spá í líkamanum sínum, kynnast honum og kynna sér allar þær breytingar sem kynþroskinn hefur í för með sér.  En mundu að þú hefur nægan tíma til að prófa þetta allt saman.  Engin ástæða til að flýta sér í þessum efnum. Svo langar mig að benda þér á að mamma og/eða pabbi geta komið á óvart ef þú leggur í að ræða þessi mál við þau.  Það er mjög gott að ræða kynþroskann opinskátt heima fyrir.  Þau kannski átta sig ekki á hvað litla stelpan þeirra er að þroskast en þú getur tekið fyrsta skrefið og spurt þau um þroskann, kynlíf og ástina.  Það gæti borgað sig seinna meir.  Þið gætuð t.d. skoðað 6h síðuna saman.  Farðu vel með þig og kroppinn þinn.

Bestu kveðjur, íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?