Sjálfsfróun og kynlíf

02. maí 2016

Spurning

hæhæ
ég er 14 ára stelpa og er með nokkrar spurningar sem ég væri til í að fá svör við.

1.Hvað gerist ef maður stundar of mikla sjálfsfróun.
2.Hvenær veit maður að maður sé tilbúin að gera það.
3.Er vont að fá typpið inní sig.
Vona að ég fái svör.

Það er ekkert sem gerist þó að einhver frói sér mikið, ekkert líkamlegt að minnsta kosti. Það skemmist ekkert eða neitt þannig. Það er bara spurning að láta ekki löngunina taka alla stjórn þannig að manneskjan sé ekki alltaf að eða á óviðeigandi stöðum. En svona venjuleg sjálfsfróun er í fínu lagi þó að það sé stundum oft á dag.

Varðandi að vera tilbúin til að hafa samfarir þá er frekar erfitt að svara því. Ég held að þetta snúist um það að þú þekkir sjálfa þig vel. Vitir hvað þér þykir gott og sé farið að langa mjög mikið að prófa að stunda kynlíf með einhverjum öðrum. Og þá komum við að því líka að það er mikilvægt að vera búin að kynnast vel þeim sem maður vill deila þessari reynslu með og það verður að vera traust til staðar. Þannig að þið getið talað saman og þorið að segja hvað þið viljið og hvað þið eruð tilbúin til að ganga langt. Það getur verið vont að fá typpi inn í sig, sérstaklega í fyrsta sinn. En það er ýmislegt sem getur gert til að gera reynsluna betri. Ef að þú ert alveg tilbúin, ert orðin kynferðislega æst eða gröð þá blotnar þú og typpið rennur auðveldar inn. Þess vegna er mikilvægt að kela fyrst og að vera með einhverjum sem þú ert virkilega skotin í. Það skiptir máli að geta slakað á og það gerist helst ef þú ert með einhverjum sem þú treystir vel. Það er líka mikilvægt að nota smokk og það getur líka hjálpað við að slaka á í kynlífinu því að þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur af kynsjúkdómum eða að verða ólétt.

Hugsaðu þig vel um og vandaðu valið. Fyrsta skiptið gerist bara einu sinni og verður ekki endurtekið.  Passaðu að skapa þér góða og sæta minningu um fyrsta skiptið þitt. Það ert þú sem ræður.

Gangi þér vel, kveðja Íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016