Sjálfsfróun, saflát, tott..

02. maí 2016

Spurning

Hæ hæ, ég er 13 ára stelpa og hef stundað sjálfsfróun síðan ég var 12 ára. Er það of snemmt eða bara eðlilegt? Ég hef líka mikinn áhuga á kynlífi (ég ætla samt ekki að stunda það fyrr en ég er að minnsta kosti 16 ára) og langar að vita meira um það. Hvað hugsar meðalmanneskja oft um eitthvað kynlífstengt á hverjum degi? Ég hugsa mjög mikið þannig. Er það eðlilegt? Hvað er saflát? Fá stelpur það alltaf þegar þær fá fullnægjingu? Svo er ég líka að spá i hvernig maður tottar. Á maður að fá brundinn upp í sig eða? Svo hef ég líka áhyggjur af því þegar ég fer að stunda kynlíf að enginn muni vilja mig! Ég meina, ég er feit og ekki falleg og bara ekkert aðlaðandi. Hvað ef enginn vill verða kærastinn minn eða bara enginn vilji gera það með mér??

Að stunda sjálfsfróun er algjörlega eðlilegt og ekkert athugavert við að byrja á því 12 ára.  Áhugi á kylífi er líka mjög eðlilegur.  Það er persónubundið hvað fólk hugsar mikið um kynlíf daglega og svo fer það líka eftir því hvernig fólki líður.  Suma daga hugsar það minna um það og aðra daga meira.  Það er alveg eðlilegt og er líklega þannig hjá þér líka.

Saflát er þegar það kemur út vökvi þegar kona fær fullnægingu.  Það er frekar sjáldgæft og gerist alls ekki hjá öllum.  Það er eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af.

Það eru engar sérstakar reglur við tott.  Þú ræður sjálf hvað þú ert tilbúin að gera þegar þar að kemur.  Hvort þú vilt stunda munnmök eða ekki og líka hvort þú vilt fá brundinn upp í þig eða ekki.  Þú stjórnar því sjálf og engin skylda að vera til í þetta.  Þú finnur það þegar þar að kemur hvort þig langar þetta eða ekki.  Og alls ekki allir stunda munnmök þannig að ekki hafa áhyggjur af því.

Hvað varðar það að enginn eigi eftir að vilja þig þá skaltu gera þitt besta til að hætta að hugsa svona neikvætt um þig.  Ég er viss um að einhverjum á eftir að finnast þú fallegust og skemmtilegust.  Þú skalt ekki dæma þig svona hart, vendu þig á að tala fallega til þín og hugsa jákvætt.  Muna eftir því sem þú ert ánægð með við þig.  Það er góð regla að tala við sjálfa sig eins og maður myndi tala við sína bestu vinkonu.  Þú myndir aldrei segja við hana að hún væri ljót og enginn ætti eftir að vilja hana.  Reyndu að þykja vænt um þig og þú skalt bera virðingu fyrir þér.  Hugsaðu vel um hvað þú ert tilbúin til að gera og ekki gera neitt sem þú vilt ekki til að ganga í augun á einhverjum gæja.  Þú ert meira virði en það.

Gangi þér vel og endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja meira.

 

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016