Sjálfsvígshugleiðingar og áfallahjálp

29. maí 2012

Spurning

ég er 17 ára stelpa, og í ágúst 2008, reyndi ég að fyrirfara mér með því að reyna að stökkva af brú, ég lenti á fótunum, og brotnaði út um allan líkama, ég var í hjólastól, er er núna byrjuð að læra að ganga upp á nýtt. Ég kenni mér um að hafa ekki tekist að drepa mig, og ég geng til sálfræðings á BUGLI, en mér finnst hann ekki hjálpa mér, og mér líður illa og hugsa mikið um dauðann. Hvað á ég að gera? Svo hef ég aðra spurningu...hvar get ég fengið áfallahjálp?

Sæl og gott að þú hafðir samband.

Það hefur greinilega mikið gengið á hjá þér á síðustu mánuðum. Myndi vilja benda þér að að ræða fyrst við sálfræðinginn þinn á Buglinu um hvernig þér líður; sálfræðingurinn er fagaðili og ætti ekki að taka því persónulega þó þér finnist ekki vera að hjálpa þér að hitta hann. Kannski myndi þér líða betur að hitta annan sálfræðing eða þú þarft á e-s konar annarri meðferð að halda. En byrjaðu á því að ræða þetta við sálfræðinginn. Ef svo vill til að þér finnst þú ekki e-a hluta vegna geta rætt þetta við hann þá er alltaf gott að ræða svona hluti við e-n fullorðinn sem þú treystir, t.d. foreldra, eldri systkini, frænkur oþh, sem geta svo verið stuðningur við þig til að finna þeirri aðstoð farveg sem þú þarfnast. Þú spurðist fyrir um áfallahjálp og vil ég benda þér á þetta varðandi það:

Bráðaþjónusta er veitt í áfallahjálp á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Sóknarprestar sinna einnig áfallahjálp. Hægt að leita til sálfræðinga og geðlækna á einkastofum. Hjálparsími Rauða krossins er 1717. Þar er hægt að fá góð ráð, upplýsingar, stuðning og hvatningu.

Erla S. Hallgrímsdóttir,

félagsráðgjafi, MSW

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar