Sjálfsvígshugsanir

29. maí 2012

Spurning

Halló! Ég er 15 ára stelpa og ég verð mjög taugaóstyrk útaf minnstu hlutum. Ég held að ég sé þunglynd. Ég er vanalega mjög hress og þannig en stundum eða oftast líður mér eins og ég þurfi að loka mig inni og stundum tala ég ekki við vini mína heilu dagana. Ég fæ grátköst og svo get ég ekki hætt að hugsa um vin minn sem er löngu hættur að tala við mig og eyðir núna öllum sínum frítíma í dópneyslu. Fólk má ekki minnast á hann án þess ég svari með grátstafinn í kverkunum og ég hef hugsað um að fremja sjálfsmorð af því að mér finnst eins og ef hann vill mig ekki þá vill enginn mig. Og svo verð ég oft pirruð útaf engu. Bara af því að mig langar ekki til að brosa eða einhvað. Vinkona mín hefur líka áhyggjur af mér af því að ég þagna oft svo skyndilega. Á ég að leyta til sálfræðings?
Sæl 15 ára stelpa.
Af þessari stuttu lýsingu virðistu vera stelpa sem ert að glíma við alvarlegan vanda. Það er alltaf alvarlegt mál þegar fólk er með sjálfsvígshugleiðingar og því ráðlegg ég þér að leita þér hjálpar sem fyrst.
Ég vil ráðleggja þér að hafa samband við Fjölskyldumiðstöð við Barónstíg sími:511 1599 og athuga hvort þú getir fengið viðtal. Þegar ungri manneskju eins og þér líður illa er gott að geta talað við einhvern fullorðinn eins og foreldra, skólasálfræðing eða hjúkrunarfræðing í skólanum.
Einnig getur þú leitað til sálfræðings félagsþjónustunar eða annarar margvíslegrar þjónustu félagsþjónustunnar.
Þar sem þú ert ekki orðin 18 ára þurfa foreldrar þínir að samþykkja það að þú pantir þér viðtal hjá Félagsþjónustunni.
Hvaða leið sem þú kýst að velja þér ræddu við einhvern fullorðin einstakling sem fyrst og láttu vita hvernig þér líður. Ef þér finnst erfitt að segja frá hvernig þér líður geturðu tekið bréfið sem þú sendir okkur með þér, það gæti auðveldað þér að brjóta ísinn.
Gangi þér vel.
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar