Skilyrði fyrir hjúkrunarheimili aldraðra

13. júní 2014

Spurning

Hvað þarf maður að vera gamall til að mega fara á hjúkrunarheimili aldraðra og hver eru skilyrði fyrir því?

Hjúkrunarheimili eru fyrir þá sem ekki geta búið sjálfstætt. Þar er ýmis þjónusta veitt á öllum tímum sólarhrings og þarf þá skjólstæðingur ekki að fara útaf heimilinu til þess að fá t.d. læknisþjónustu, iðjuþjálfun eða aðra slíka þjónustu.

Sækja þarf um í gegnum Heilsugæsluna  og þar er framkvæmt vistunarmat, sem er faglegt mat á þjónustuþörf og er óháð aldri. Þar er leitað upplýsinga um líkamlegt og andlegt heilsufar, félagslegar aðstæður svo sem fjölskylduaðstæður, og hvort og þá hvaða aðstoðar umsækjandi nýtur. Vistunarmatið er svo nýtt til að forgangsraða á biðlista.

Það er því ekki beint sérstakur aldur sem ræður því hverjir fá inn á hjúkrunarheimili heldur eru það margir samverkandi þættir sem eru skoðaðir.

 

 

 

 

13. júní 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð