Skrýtin útferð eftir kynlíf

12. desember 2012

Spurning

Halló. Ég er 18 ára stelpa. Missti meydóminn fyrir soldlu síðan. Svaf þá hjá fyst með smokk en svo annað skipti ekki með. Þá samt tók hann hann út áður en hann fékk það. Ég tók neyðarpilluna en dó næstum úr áhyggjum því blæðingum seinkaði brjálað mikið (tók samt 2 próf og er ekki ólétt). Var líka alltaf að fá einhvern kláða og vesen. Og núna, ennþá, er ég með miikla útferð. Óþægilega mikla. Hún virðist samt alveg eðlileg, litur og lykt. Strákurinn er ekki með neina sjúkdóma, eða það hefur allavega ekki enn komið framm. Hvað er að?

Hæ Jaa það er spurning hvað er að.

Það breytir engu hvað varðar smit á kynsjúkdómum hvort strákurinn fær það inn í þig eða ekki. Þannig að það er það fyrsta sem þú þarft að útiloka, það skiptir engu hvort strákurinn er með einkenni eða ekki þar sem ekki allir sem eru með kynsjúkdóm vita af því sjálfir. Einkennin koma ekki alltaf fram. Þú þarft að fara í tékk hjá heimilislækni, kvensjúkdómalækni eða á göngudeild húð og kynsjúkdóma (sími 543 6050). Það er alls ekkert víst að um kynsjúkdóm sé að ræða og vonandi ekki, en maður verður að vera viss. Einkennin, eins og kláði, getur komið og farið svo aftur þó að sjúkdómurinn sé enn til staðar og getur valdi miklum skaða ef hann fær að grassera og svo getur þú þá óafvitandi smitað aðra. Þannig að best er að fá á hreint hvort þú ert með kynsjúkdóm eða ekki.

Annað sem gæti hafa valdi kláða er sveppasýking en það ætti ekki að hafa nein áhrif á blæðingar. Sveppasýking veldur kláða og útferð en er ekki kynsjúkdómur og hægt er að lækna hana með kremi án lyfseðils (Canesten). Séns að blæðingunum hafi seinkað út af óléttustressinu. Ég ráðlegg þér sem sagt að fara í tékk sem allra fyrst og nota svo smokkinn alltaf framvegis. Þú ættir að hugsa málið líka hvort þú viljir kannski byrja á pillunni þar sem þú ert byrjuð að sofa hjá, þó þú ætlir að nota smokk líka, til að vera viss.

Gangi þér sem best og takk fyrir góða spurningu, hafðu samband aftur ef þú vilt nánari svör.

Kveðja íris

12. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016