Smokkakaup og rakstur á pung

27. ágúst 2014

Spurning

Halló ég er 17 ára gamall strákur og þarfnast hjálpar, þannig er mál međ vexti ađ einu sinni fór ég út í búđ og ætlađi ađ kaupa mér smokka, manneskjann sem var ađ afgreiđa mig horfđi geđveikt vandræđalega á mig sem og allir í röđinni á eftir mér. Þannig ađ eru þiđ međ eithverjar góđar leiđir til ađ gera þađ ađeins minna vandræđalegra ađ kaupa smokka? Svo ég hoppi nú úr einu í annađ, hvađa krem er gott ađ nota þegar mađur rakar á sér punginn, hef heyrt um ađ manni geti sviđiđ allsvakalega ef mađur er ekki međ rétta kremiđ, međ fyrirfram þökk.

En leitt að heyra af því að lennda í óþægilegum smokkainnkaupum.  Hélt þetta væri nú alveg sjálfsagt mál að fólk væri að kaupa sér smokka.  Nú veit ég ekki hvar þú býrð eða hvort það er bara ein búð á svæðinu.  En sem betur fer fást smokkar víða núna, í mörgum matvöruverslunum og svo í apótekum.  Þannig að spurning að versla í apótekinu næst, eða ennþá betra að labba stoltur inn í sömu búð og skella smokkapakkanum á borðið.  Fólkið í afgreiðslunni þarf kannski bara að æfa sig í að afgreiða smokka?  Það er svo líka hægt að panta smokka á netinu ef þér finnst það betri kostur.

Varðandi rakstur á pung þá þarf að vanda vel til verks.  Það getur hjálpað að klippa hárin fyrst eða nota rafmangsrakvél.  Ef þú vilt raka þig með sköfu þá er best að raka sig í sturtu eða eftir sturtu þegar húðin er hrein, heit og blaut.  Best að nota raksápu sem er fyrir viðkæm svæði og hreint rakvélablað.   Svo skaltu skafa í þá átt sem hárin vaxa en ekki á móti hárvexti (það hlífir húðinni og minnkar líkur á kláða, sárum og inngrónum hárum).  Passaðu einnig að toga vel í húðina svo hún sléttist meðan þú rakar til að minnka líkur á skurði.  Eftir raksturinn er gott að þvo með köldu vatni, loka húðinni og nota svo sérstakt after save krem fyrir viðkvæm svæði eða ilmefnalaust græðandi krem.  Þetta fæst allt saman í apótekinu og láttu það ekki fæla þig frá þó að sumar umbúðirnar séu bleikar.

Ef þú ert í stuði og vilt alveg vera með þetta þá getur þú kíkt hér á leiðbeiningar með myndum (teiknimyndum þannig að engar áhyggjur..). 

http://www.wikihow.com/Shave-Your-Genitals-%28Male%29

Það er ekki óeðlilegt að finna fyrir kláða (sérstaklega þegar hárin fara að vaxa aftur) eða að húðin verði rauð sérstaklega eftir rakstur í fyrsta sinn.  Spáðu í þessu, kannski ertu bara sáttur eftir að klippa hárin aðeins og sleppa rakstrinumm, getur fylgt honum smá vesen. 

Gangi þér vel.

27. ágúst 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018