Starfsnám í fatahönnun

20. október 2016

Spurning

Starfsnám erlendis-USA, UK og Ástralíu.

Ég er 17 ára að læra fathahönnun og til þess að halda áfram í náminu verð ég að fara í starfsnám fyrir haustönn á næsta ári. Ég er að hugsa um að fara í starfsnám erlendis og get ekki hugsað mér annað. Hvernig er best að sækja um, þarf ég að sækja um Visa Kort og hvað kostar c.a. að fara í starfsnám erlendis?

Hæhæ

 

Það er frábær hugmynd að sækja starfsnám erlendis og hvetjum við þig til að láta þann draum rætast. Í rauninni erum við hérna hjá Tótal ekki alveg viss hvernig því er háttað að fara í starfsnám sem er ekki háskólatengt en við viljum benda þér á að hafa samband við Upplýsingastofu um nám erlendis. Þar geturu fengið allar þær upplýsingar og aðstoð sem þú þarft. Skrifstofan þeirra er opin milli 13.00 og 16.00 alla virka daga og er við Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Endilega hringdu til þeirra í síma 515 5800 eða sendu þeim póst á upplysingastofa@rannis.is

Vefurinn þeirra er svo: farabara.is

Hér er líka smá samantekt um upplýsingastofu á vef Áttavitans: http://attavitinn.is/stadir/upplysingastofa-um-nam-erlendis

Gangi þér rosalega vel,

Tótalkveðjur

20. október 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Heimilið |  21.04.2015