Stinningarvandamál

07. nóvember 2016

Spurning

Hæ, ég er 17 ára og ég er með stinningarvandamál. Allt er í lagi þegar ég er einn en þegar ég er með stelpu þá fer hann ekki upp. Hvað get ég gert? Ef þetta er líkamlegt, hvernig læknis leita ég til og hvernig panta ég tíma? Ef þetta er sálfræðilegt vandamál, hvað get ég gert?

Það er líklegt að þetta sé ekki líkamlegs eðlis þar sem græjan virkar fínt þegar þú ert einn.  Þannig að líklega er þetta stress sem veldur því að þér stendur ekki þegar þú ert með stelpu.  Það er þó ekki vitlaust að fara til læknis, heimilislæknis eða þvagfæraskurðlæknis til að útiloka að nokkuð líkamlegt sé að. Þú pantar þá bara tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi eða hjá þvagfæraskurðlækni t.d. á Handlæknastöðinni í síma 5356800. 

Þegar það er búið og ef komið hefur í ljós að allt er ok líkamlega þá getur þú leitað aðstoðar hjá sálfræðingi eða kynfræðingi.  Það er mjög gott að ræða málin og komast að því hvaðan þetta stress kemur.  Oft er þetta hræðsla við að standa sig ekki eða gera eitthvað vitlaust.  Það hjálpar mikið að geta slakað vel á, vera með stelpu sem þú treystir vel og geta haft gaman.  Þetta er oftast eitthvað sem er tímabundið og lagast með smá aðstoð.

Vona það gangi vel og endilega skrifaðu aftur með nánari lýsingu á vandanum ef þú vilt fleiri ráð.

Gangi þér vel, kveðja íris

07. nóvember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?