Stór bóla á "vaginu".

02. maí 2016

Spurning

Hæ hæ,

Ég hef svolitlar áhyggjur. Í gær þá komst ég að því að ég er bela eina stóra bólu á vaginanu, og veit ekki alveg hvað ég á að gera , mér er illt í bólunni. Hef fengið kynfæravörtur en það var rosalega langt síðan og þetta er ekki það . Veit ekki hvað þetta gæti verið (ég er á föstu) .

Ég get þvi miður ómögulega sagt þér hvað þetta er.  Þú segir að bólan sé í vaginanu, ertu að meina í leggöngunum?  Ef að bólan er þar sem hár vex, á skapabörmunum þá er líklegt að þetta sé inngróið hár og það jafnar sig oftast af sjálfu sér.  Öruggast hjá þér er að fara til læknis og láta kíkja á þetta.  Kynfæravörtur líta ekki endilega allar eins út þannig að það er erfitt að útiloka að þetta sé varta.  Pantaðu þér endilega tíma hjá lækni á heilsugæslunni, kvensjúkdómalækni eða á göngudeild húð-og kynsjúkdóma og láttu tékka á þessu sem fyrst.

Gangi þér vel.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heimilið |  21.04.2015
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?