Sumarvinna

29. maí 2012

Spurning

Ég er 16 ára og er núna er ég að undirbúa mig til þess að fara að leita mér að sumarvinnu í fyrsta sinn en undanfarin ár hef ég verið í unglingavinnunni. Svona yfir höfuð, hvernig leitar maður sér af vinnu, og þá sérstaklega sumarvinnu?

Sæl/sæll

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að sjálfsögðu að skoða vel blöðin og þær heimasíður sem auglýsa störf eins og t.d. job.is,mbl.is, visir.is, reykjavik.is. Þegar þú hefur fundið starf sem þú vilt sækja um þá þarftu að fylla út umsókn sem er oftast rafræn. Þegar þú ert búin að fylla hana út er mjög gott að senda í viðhengi ferilskrá. Þegar maður er ungur er maður auðvitað ekki með langan vinnuferil þannig að það sem þú ert helst að fylla út þar er hvaða skóla þú hefur verið í, áhugamál, námskeið o.s.frv.  Þegar þú hefur sótt um starf getur hjálpað að fara persónulega með umsóknina eða senda tölvupóst til þess aðila sem sér um ráðningarnar ef umsókn er á rafrænu formi til þess að fylgja því eftir að umsókn hafi borist. Það er mjög mikilvægt í atvinnuleitinni að fylgja umsókn eftir þar að segja að senda póst eða hringja sjálfur til þess að athuga hvort að umsókn þín hafi borist eða hvort búið sé að ráða í stöðuna. Oft eru störf ekki auglýst og þá getur verið gott að hringja í þau fyrirtæki /stofnanir sem þú hefur áhuga á að starfa hjá og biðja um netfang hjá þeim aðila sem sér um ráðningarmál og senda honum ferilskrána þína. 

Ef þig vantar frekari aðstoð í atvinnuleitinni þá er Hitt Húsið að bjóða uppá stutt námskeið sem heitir „spíttu í lófana“ sem er til þess að aðstoða ungt fólk í atvinnuleitinni sem hefst núna mánudaginn 7.mars  Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.hitthusid.is.

Gangi þér vel,

Bestu kveðjur,

Elísabet

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?