Sveppasýking?

23. nóvember 2012

Spurning

Sæl verið:) Ég hef verið mikið að velta fyrir mér hvort ég sé með sveppasýkingu þarna niðri :/ Því það er þannig að í hvert sinn sem kærastinn minn setur Hann inn, þá svíður mér óendilega mikið! :| Mig datt í hug að þetta væri tímabundið en þetta er búið að ganga svona í 2 mánuði! Þannig mig datt í hug að þetta væri smokkurinn, og keypti mér non-latex, en virkaði heldur ekki! :/ Þannig ég fór að pæla hvort ég sé með sýkingu þarna niðri og er búin að vera lesa um Sveppasýkingu, hver einkennin hennar eru...og þau passa alveg þokkalega, er ekki 100% viss. Því einkenni Sveppasýkingu er víst; Sviði,kláði,útferð og fl. En mér svíður tæknilega BARA í leggöngunum :/ Ég er pínu rauð, roði þarna niðri, en ég veit ekki hvort það tengist því? Síðan er sagt að það komi litlar bólur? Ég sé píííínulitlar bólur, en ég gæti frekar trúað því að þetta væru bara fitukirtlar eða húðin sjálf. Hinsvegar veit ég eeekkert hvort maður sé með þetta eða ekki! Og þætti vooða vænt um að fá svör og hjálp og ráð :) Von um að fá svar! :) Takk fyrir æðislega!

Sæl sveppasýking er ótrúlega algeng og líklegt að þú sért haldin henni. Í apótekum er hægt að fá stíla og krem við sveppasýkingu. Ekki er þó hægt að sjúkdómsgreina í gegnum netið og það því nauðsynlegt fyrir þig að heimsækja kvensjúkdómalækninn þinn til að hafa þetta alveg á tæru. Gangi þér vel:) kv. Ösp

23. nóvember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?