Sveppasýking?

22. nóvember 2012

Spurning

Er hægt að fá Sveppasýkingu í leggöngin án þess að ég sé byrjuð að stunda kynlíf og hverju mæliru með gegn þessu, ef þú gætir sagt mér frá eingverju einu sérstöku kremi sem þú veist að virkar þá væri það æðislegt. Ég er búin að vera með þetta lengi svo að ég þarf líklega eitthvað sterkt en ég vildi helst sleppa við stíl, allavega í bili.

Talið er að nánast allar konur fái sveppasýkingu einhvern tíma á lífsleiðinni og sumar fái þráláta sveppasýkingu. Sveppasýking hefur ekki bara með samfarir að gera, því getur viðkomandi fengið sveppasýkingu án þess að hafa stundað kynmök. Það eru margir þættir sem hafa þarna áhrif. Í fyrsta lagi er mælt gegn því að konur þvo sér með sápu við kynfærin, nema um sé að ræða sérstaka sápu sem er ætluð kynfæraþvotti. Í öðru lagi er gott að draga úr öllu sykuráti, því sykur fóðrar sveppasýkingu. Í þriðja lagi er mælt til þess að fólk gangi í bómullarnærbuxum, sem eru ekki þröngar. G-strengur er oft tilvísun í sveppasýkingu. Til lækningar er unnt að fara í hvaða apótek sem er að kaupa án lyfseðils lyf sem kallast Pevaryl, það dregur úr kláðanum og dregur úr sýkingunni.

kv. Dagbjört

22. nóvember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum