Sviði og kláði

29. maí 2012

Spurning

hæ ég er stelpa á 14 ári.. sko ég er orðin soldið hrædd því að seinustu vikur (hef ekki þorað að tala um þetta fyrr) hefur mér klæjað þarna niðri hjá "opinu" eða þar og ég hef fundið eins og ég sé með smá sár einhverneginn sem eru smá upphleift samt ekki mikið í kringum og ég er með frekar mikla útferð sem er stundum soldið þykk (svona eginlega slímug einhverneginn) svo um daginn þá hélt ég að ég væri með blöðrubólgu því mer sveið smá þegar ég pissaði og það kom svona smá brún útferð og ég talaði við mömmu og hun sagði að ég ætti að drekka mikið af trönuberjasafa og ég gerði það og hefekki fundið fyrir sviða þegar ég pissa síðan .. ég hef ekki stundað kynlíf áður en ég er samt soldið hrædd gæti þetta verið sveppasýking..? þori varla að tala við neinn um þetta og veit ekki hvort að ég þori að senda einhvern til að kaupa lyf við þessu ef ég fæ svar .. plís vill einhver gefa mér ráð? mér líður svo illa utaf þessu :(

Ef þú hefur aldrei sofið hjá þá er líklegasta skýringin að þetta sé sveppasýking. Þú getur keypt krem í apótekinu án þess að vera með lyfseðil (hitir Pevaryl eða Canesten). Þú getur prófað það. Líkleg skýring á sviðanum er að það hafi komið sár sem svo svíður þegar þú pissar. Þú skalt endilega ræða þetta við mömmu þína eða einhvern fullorðinn sem þú treystir. Sveppasýking er mjög algeng og alls ekkert til að skammast sín fyrir og sveppasýking er ekki kynsjúkdómur. 

Gangi þér vel.  íris

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar