Sviði,kláði, útferð

29. maí 2012

Spurning

Kvöldið. ég er 15 ára stelpa og ég byrjaði á pillunni fyrir akkúrat 14 dögum. Þetta er í fyrsta skifti sem að ég nota hana og ég er ekki alveg viss um að ég hafi gert allt rétt. þremur dögum áður en ég byrjaði á henni neyddist ég til að taka inn neyðarpilluna og mér var ekki sagt fyrr en viku seinna að ég hefði þurft að nota aðra getnaðarvörn fyrstu vikuna, en ég stundaði varnarlaust kynlíf á fimmta degi. Ekkert virtist vera að fyrstu dagana en í fyrir u.þ.b. fimm dögum byrjaði ég að fá brúna útferð (svipaða og maður fær fyrir eða eftir blæðingar). fyrst brá mér en svo varð allt í lagi og útferðin hvarf. Síðan fyrir þremur dögum byrjaði ég að finna fyrir óþæginlegum kláða að neðan og óþægindum ef að ég sat með fæturnar saman. Daginn eftir að það byrjaði ég á Pevaryl því mig grunaði að ég væri með sveppasýkingu eða annað líkt og byrjaði bæði á stílum og kremi. Síðan í gærkvöldi finn ég aftur fyrir þessum ofsakláða og fer á klósettið til að pissa. þegar að ég 'þurka' mér, þá kemur blóðleit útferð, svipuð eins og slímhúðin væri að leysast upp, eða eins og ég væri með sár eða eitthvað því líkt inní leggöngunum. Ég fann aftur fyrir þessum kláða í dag, en núna er hann hættur (í bili held ég) en samt sem áður kemur agnarögn af þessari blóðleitu útferð. mín spurning er, gæti ég verið ólétt ? eða hugsanlega með kynsjúkdóm, ofnæmi fyrir pillunni eða gæti þetta einfaldlega verið bara sár ? (ég vil taka fram að strákurinn sem að ég svaf varnarlaus hjá er kærastinn minn og hann er ekki smitaður, mig grunar einungis að ef að um smit er að ræða, hafi ég verið smituð í meira en ár og aldrei fundið fyrir neinu fyrr en núna.) ég veit að ég ætti að fara í skoðun, en ég hef einfaldlega ekki efni á því fyrr en um miðjann næsta mánuð, svo ég bið ykkur um að svara mér eftir bestu getu og sem fyrst. takk.
Sæl ég mæli með því að þú látir líta á þetta en þetta þarf ekki að kosta neinn pening:) og það er um tvennt að velja, göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða unglingamóttakan í þínu hverfi. Göngudeild húð og kynsjúkdóma er í Þverholti 18.Síminn þar er 5602320 og það er opið kl. 8-16 alla virka daga. Þú pantar tíma fyrir kl 9 á morgnana. Ef þú ferð á Húð og Kyn (göngudeild húð- og kynsjúkdóma) þá tekur það nokkra daga að vinna úr niðurstöðunum. Talað er um 2-3 daga en það getur tekið lengri tíma. Ef þú hefur hugsað þér að fara á unlingamóttökuna þá er hér á tótalsíðunni grein um heilsugæsluna og í henni geturðu séð hvaða móttaka tilheyrir þínu hverfi. Unglingamóttakan er fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Það kostar ekki neitt fyrir þig að fara þangað og þú þarft ekki að panta tíma, bara mæta þegar móttakan er opin. Gangi þér vel :)
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar