Þurfa foreldrar að vita ef maður fer til sálfræðings?

29. maí 2012

Spurning

Hæ, ég er 14 ára stelpa. Ég var að pæla að ef ég væri að fara til sálfræðings og segja honum t.d að ég hafði hugsað um að drepa mig, myndi hann þá þurfa að segja foreldrum mínum frá því eða myndi hann vera undir eið og að lög bönnuðu honum það? því að ég er þunglynd og hef verið það lengi enn bara verið of ung til að sjá það eða hafa vit á að segja frá því. Ég er tilbúin núna að fara til sálfræðings og tala um vandarmál mín, en mér langar ekki að foreldrar mínir viti það. Bæði því vil ég ekki leggja það á þau eða að þau viti það því ég treysti þeim varla. Afþví að ég er undir lögaldri þá hef ég lesið það eitthvers staðar að hann verður að segja foreldrum það. Enn er hægt að fá ráðgjöf eitthvers staðar þar sem foreldrar mínir þurfa ekki að vita neitt? Ég tók próf á doktor.is svona þunglyndis próf, og það var sagt að 54 stig væri alvarlegt þunglyndi. Ég tók það sko á þremur vikum og sagði þá bara hvernig mér leið þaða viku. fyrstu vikuna fékk ég 56 stig. aðra vikuna fékk ég 59 stig. og þá þriðju fékk ég 66 stig. Þá fór ég að hafa miklar áhyggjur af mér. Ég er búin að segja mömmu minni frá fyrsta prófinu, og ég veit að við höfum ekki efni á þessu. Mínar spurningar eru: *Þarf sálfræðingur að segja foreldrum barna/unglinga sem eru undir lögaldri frá t.d ef barnið/unglingurinn hefur hugleitt sjálfsmorð? *Er til hjálp sem þarf ekki að segja foreldrum frá því sem maður segir við hjálpina? þó maður sé undir lögaldri? *Er til eitthver ódýr hjálp? og hvernig nálgast ég hana? kveðja, ein í vanda.
Komdu sæl Mig langar fyrst til að segja hvað það er flott hjá þér að þú sért að leita þér aðstoðar og að þú sért svona meðvituð um vanlíðan þína. Það er líka gott að þú hafir nýtt þér þunglyndisprófið á netinu sem vonandi hjálpar þér til að leita þér áfram aðstoðar. Það er rétt hjá þér að til þess að fá meðferð hjá sálfræðingi þurfa foreldrar þínir að vita um þetta og koma með þér alla vegana til að byrja með. Þau hafa forræðið yfir manni þangað maður er orðinn 18 ára og svo er það oft þannig að það auðveldar oft næstu skref í hjálpinni/meðferðinni ef foreldrar eru með og geta stutt mann. Þú getur fengið ókeypis viðtöl hjá góðu fagfólki hjá Fjölskyldumiðstöðinni, Háaleitisbraut 13, sími 511-1599. Þú getur farið þangað í 1. viðtalið ein og skýrt út málið þitt og fengið svo aðstoð og stuðning frá fagfólkinu til að skýra foreldrum þínum frá því hvernig þér líður. Þannig er best að finna út hvernig er hægt að hjálpa þér. Þú getur einnig hringt í Hitt Húsið sími 520 4600 og óskað eftir viðtali við mig þar og ég get aðstoðað þig við að segja foreldrum þínum hvernig þér virkilega líður, sú þjónusta er líka ókeypis. Það sem er allra allra best er að þú ræðir við mömmi þína (gott að þú sagðir henni frá fyrsta prófinu sem þú tókst á doktor.is) og þið farið saman til heimilislæknis eða á Fjölskyldumiðstöðina til að byrja með. Það er mjög fínt að þú finnir að þú viljir fá hjálp og er það fyrsta skrefið í að láta sér líða betur. Gangi þér vel Kveðja, Hulda Björk Finnsdóttir, félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar