Þurrkur, þrútið og rautt typpi

29. maí 2012

Spurning

Er orðin dálitið smeykur, ég er kominn með rosalega skrítinn þurk á typpið, er rautt og smá þrútið, veit ekki alveg hvað þetta er en hef ekkert stunda óvarið kynlíf eða neitt. veit að það er best að fara til læknis og allt það en er bara smá feiminn. vona að ég fái svar sem fyrst.

Já það er rétt hjá þér að best er að fara til læknis og láta kíkja á þetta.  Ef þú hefur ekki sofið hjá án þess að nota smokk þá ætti þetta ekki að vera kynsjúkdómur.  Það er séns að þú sért með sveppasýkingu og þá getur þú prófað að kaupa krem í apótekinu sem heitir Daktacort og bera það á þig reglulega.  Þú þarft ekki lyfseðil og það er ekkert hættulegt að nota það.  Ef þetta reynist ekki sveppasýking þá finnst mér líklegast að þetta sé bara eitthvað sár eftir t.d. að hafa nuddast við sauma á gallabuxum eða eitthvað slíkt.  Þá hjálpar að nota bara eitthvað feitt og græðandi krem, eins og AD krem til dæmis.  Bara ekki nota nein krem með ilmefnum.

Þú skalt ekki hræðast það að fara til læknis, læknar eru alvanir að skoða svona vandamál og finnst það ekkert óþægilegt eða asnalegt.  Þetta er partur af líkamanum eins og hvað annað.

Þú sérð til hvort þú prófar kremið fyrst eða pantar þér tíma.  Ef það er einhver séns að þetta sé kynsjúkdómur þá hvet ég þig til að fara til læknis sem fyrst. 

Gangi þér vel, kveðja íris

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar