Þýðir þetta að ég sé bisexual eða hvað er í gangi ??

26. október 2015

Spurning

Hæ, Ég er búin að vera að velta þessu lengi fyrir mér og ég vona að þú getur hjálpað mér að skilja sjálfan mig.

Ég laðast að konum bæði andlega og líkamlega og hef deitað nokkrar, en ég er búin að taka eftir því að ég görsamlega bráðna yfir nokkrum "Hollywood" mönnum t.d. Louis Tomlinson og Adam Lambert.

Þýðir þetta að ég sé bisexual eða hvað er í gangi ??

Það er spurning.  Kannski ertu bisexual.  Kannski bara ekki.  Kannski laðast þú að ákveðnu útliti en langar ekki í kynlíf með manni, finnst bara útlitið eða karakterinn heillandi?  Skiptir það í raun máli?  Mátt þú ekki bara vera þú og finna út í rólegheitunum hvort þú passar undir samkynhneigð, bisexual eða eitthvað allt annað.  Njóttu þess bara að dást að allskonar fólki og finna út hvað sé málið fyrir þig.  Þarft ekki að ákveða einn hóp sem þú tilheyrir. 

Bestu kveðjur.

26. október 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð