Tilfinningar til eins af bestu vinum mínum

15. júní 2015

Spurning

Nýlega byrjaði ég að bera tilfinningar til einum af bestu vinum mínum! :(
mér finnst svo skrítið að ég sé að pæla í honum að ég get ekki einu sinni sagt það og því nota ég alltaf dulnefni yfir hann :S 
þegar þið náið að svara þessari spurningu verð ég nú þegar útskrifuð úr grunnskóla og mig langar svoooooo að gera eh en ég vil ekki skemma það sem við höfum núna

kv. Gellan sem hefur þörf fyrir að eyðileggja allt :( 


Það er vonandi bara frábært að verða skotin í vini sínum.  Þið þekkist þá vel og eigið góðan grunn til að byrja samband ef að honum líður eins og þér.  En það er líklega stóra spurningin, hvort að þú sért vongóð um að hann sé til í eitthvað meira en vinasamband.  Það þarf ekkert endilega að skemma vináttuna þó þú tékkir á því.  Kannski bara einmitt tilvalið að gera það núna þegar sumarfríin eru því þá getur þú tekið smá breik frá honum ef þetta gengur ekki upp.  Það er betra að reyna heldur en að sjá eftir því að hafa ekki gert eitthvað.  Ef þið eruð góðir vinir þá lifir vináttan það af þó hann sé ekki tilbúinn í neitt meira en vinasamband, það kannski frekar veltur á þér.  Það er spurning hvað þú heldur lengi út að vera bara vinir án þess að segja neitt.  Stattu með þér og láttu hann vita hvernig þér líður.


Tótalkveðja.

15. júní 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018