Typpa-vandamál

19. janúar 2015

Spurning

Ég er 17 ára strákur og á í svolitlum vandræðum! það getur verið að þetta svo bara lítið vandamál en mér finnst þetta stórt! Ég ætla að byrja á því að segja að ég hef aldrei stundað kynlíf, "þori" því ekki útaf þessu. Ég ætla að segja söguna sem að ég held að sé á "bakvið" þetta áður en ég segi frá vandamálinu. Fyrir nokkrum árum var ég að rúnka mér og fékk það svo vel og það var svo gott, ég var í dúndrandi bóner og ósjálfrátt tosaði ég fórhúðina eins langt og ég gat og þetta sem er undir kóngnum, eins og það sé frá þvagopinu og "festist" í forhúðinni slitnaði! það blæddi en ég gerði ekkert í málinu, lét bara blæðinguna stoppa og eftir nokkra klukkutíma fór ég í sturtu. Núna nokkrum árum seinna þá er eitthvað að, og er búið að vera það í nokkur ár. Allavegana get ég ekki brett forhúðina alveg almennilega niður, þegar ég er í bóner fer hún bara niður fyrir kóng en ekki lengra, þannig ég get rúnkað mér sem er jákvætt! ef ég reyni að tosa hana lengra verður það bara sársaukafullt! það er líka þannig að á typpinu, undir/í huðinni er eins og það séu hvítar perlur eða steinar eða eitthvað, þetta er grjóthart. þegar ég prófa að kreista þetta þá kemur stundum hvítur gröftur en oftast gerist ekkert útaf þetta er svo hart!. svo er það líka að undir typpinu er ég með "fæðingarblett", eða þetta er allavegana á litinn eins og slíkur en ég held að þetta sé of "nákvæmt" "munstur" til þess, þetta er eins og tígull sem byrjar efst á forhúðinni og endar neðst á typpinu við punginn. Ég vill segja það núna að ég get ekki talað við heimilislækninn minn útaf hann er náskyldur frændi minn og útaf því vill ég ekki tala um þetta við hann. Endilega svarið þessu eins vel og þið getið! var að spá í að tala við kynsjúkdóma lækni eða eitthvað en þetta getur varla verið kynsjúkdómur útaf ég hef aldrei riðið!!!

Sæll 17 ára. Takk fyrir bréfið og það er gott að þú leitar þér aðstoðar hjá okkur. Af lýsingu þinni að dæma þarft þú að láta kíkja á þetta. Þetta þarf ekki að vera kynsjúkdómur en sýking virðist vera í gangi af lýsingu þinni að dæma. Það er mikilvægt að láta þetta ekki ganga svona áfram og þú þarft að leita læknis. Það væri gott fyrir þig að leita samt til frænda þíns (heimilislæknisins) til að geta talað um þetta. Nú veit ég ekki hvernig ykkar sambandi er háttað en staðreyndin er að flestir við, karlmenn lendum í einhverjum typpisvanda á ævinni en það er engin sem ræðir það svona upphátt! Það sem er mikilvægast er að þú þarft ekki að skammast þín eða vera vandræðalegur yfir þessu frekar en ef þú lendir í að snúa þig á ökla. Að tala um hlutina er gott en þú skalt gera það við einhvern sem þú treystir vel. Hringdu og panta tíma hjá Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í síma 543 6050. Skoðun er ókeypis. Þú þarft ekki að vera með kynsjúkdóm til að fara þangað, þetta getur verið sveppasýking eða önnur slík og þau á Húð- og kyn eru mjög klár að finna út úr þessu. Láttu bara ekki tímann líða og drífðu í þessu! Gangi þér vel og láttu heyra í þér ef eitthvað kemur upp á! Kveðja Trausti

19. janúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð