Ung móðir í vanda

29. maí 2012

Spurning

Ég er ekki alveg að þora að leggja fram þessa spurningu. Eða ræða þetta. En ég verð að gera þetta þar sem mér líður alveg hrikalega ömrlega yfir þessu. Ég er ung móðir. 19 ára gömul. Og ég á dóttur sem er 8 mánaða. Ég auðvitað elska hana útaf lífinu og myndi allt fyrir hana gera. En ég er bara orðin svo ógeðslega þreytt, og mér líður orðið svo ógeðslega illa. Bý í eigin íbúð en ekki alveg ein. (kærastinn kemur stundum hingað, hann vinnur fyrir vestan) en við búum samt ekki saman. Og deilum ekki skuldum og peningum. En . Mamma og pabbi býr á hæðini fyrir neðan mig með ömmu, afa og frænda minum. Þegar ég varð ólétt var allt reynt til að sannfæra mig um að halda barninu. Og mér lofað hin þvílíka hjálp, ég gæti hvílt mig vel, komist út og fengi meira en næga hjálp. Núna 8 mánuðum seinna, hef ég 4 komist út. Og eitt skiptið var drullað yfir mig. Og hin skiptin var gefið mér samviskubit. Ég er mjög einangruð og vildi óska þess að e´g gæti bara sofið aðein lengur. Er svo dauðþreytt og uppgefin, brest í grát orðið við ekki neinu. Ég skammast mín hvað það er greinilegt hva ég vorkenni sjálfri mér mikið. Er svo mikill fáviti. Lít hræðilega út, búin að fittna svo hrottalega mikið (ekki bara meðgöngu fitan og eitthvað smátterý) heldur er ég 25-30) kílóum of þung. (10 kíló komu á 2 mánuðum). Og svo hef ég orðið oft hugsað að ég HEFÐI átt að fara í fóstureyðingu. Þá ætti ég betra líf! þá gæti ég lifað og mér liði betur. Svo hef ég líka hugsað um að gefa hana frá mér. og eitt skipti lenti hún á spítala útaf því að hún varð soldið veik greyið. Og ég hugsaði ÓVART.. að ég vonaði að hún myndi missa lífið vegna þessara veikinda. OG MÉR LÍÐUR SVO ÓGEÐSLEA ILLA YFIR ÞESSU! :'( ég er öruglega versta móðir í heiminum! (en tek það fram að ég hef ALDREI skaðað dóttur mína á einn né annan hátt og myndi ekki gera það, þannig engar áhyggjur af því) EN þetta er orðið svo erfitt fyrir mig. Og þegar ég hef talað við mömmu þá fæ ég bara að heyra hvað hún var dugleg á sinum tíma með 3 börn og alein... og hvað hún átti það erfitt en stóð sig eins og hetja... Það fær mig til að líða eins og hinum versta aumingja. Ekki það að ég sé það ekki. Ég hef stundum hugsað um sjálfsvíg.. (en ég er ekki að fara gera það samt sem áður, fyrstalagi þá myndi ég ekki gera dóttur minni það, og svo öðru lagi myndi eg ekki þora því) Ég veit að ég þarf á sálfræðihjálp að halda. En ég hef enganveginn efni á því. Ég get ekki lifað út mánuðin með mat, þarf alltaf að sleppa að borða í einhverja daga eða minnka skammtinn þannig að eg verði ekki södd. (barninu skortir ekkert af nauðsynjum, borga reikninga og allt á hana fyrst). Fjölskylda mín er EKKI traust eða stabíl. Það eru endalausar lygar og drama hér í gangi, ég á enga vini. Og á mjög erfitt með að treysta fólki. Ég held að ENGINN myndi trúa hvað ég hef upplifað mikið slæmt og bara svona ung. Ef ég færi til sálfræðings myndi hann öruglega telja mig vera að ljúga. og ég myndi heldur reyndar aldrei þora að byrja tjámig. Er svo lokuð. (myndi frekar geta skrifað, en það er asnalegt) en þó eg gæti það þá hefði ég ekki efni á því) Pabbi minn er þunglyndur og kvíðasjúklingur, einn bróðir minn er með einhverja maníu og geðkvilla (veit ekki hvað það er.. langt síðan það bar á honum. Fyrir 2 árum ca þá er eins og hann hafi breyst og orðið annar maður, ætlaði að drepa mömmu) o hann er reyndar líka þunglyndur og kvíðasjúklingur. Ósæðin í honum rifnaði. Yngri bróðir minn fékk gat á lunga, og reif á sér lærið (fékk krabbameinfrumur í lærið, samt jákvæðar enþá. Þarf að fara í laser útaf því eða eitthvað þannig) Mamma mín er með liðagigt einhverjar 2 -3 tegudnir af gigtum sem eg man ekki alveg. Svo er hún með svakalegan skjálfta og hefur fengið krampakast eða eitthvað. (er ekki með allt á hreinu) Svo hafa nokkrir í fjölskyldu minni reynt að fremja sjálfsmorð. Og tala oft opið um það við mig að þau séu í hugleiðingum. Flestir á lyfjum í kringum mig og fl 1-2 lyf. Svo eru fíklar í ættinni líka. Endalaust drama læti, lygar og shit. Ég er algerlega vonlaus... ég hef óbeit á sjálfri mér. Ég er ÖMURLEG móðir og ömurleg kærasta. Rífst oft við hann kærastann. Þoli ekki fjölskylduna mína (samt elska eg þau) sérstaklega ömmu mína, er á mörkunum að hata hana. Það sem hún hefur gert mér og logið upp á mig og fl innan fjölskyldunar gerir mig svo reiða! að mig langar að skrifa sögu um hana og ALLT sem hún hefr gert, með fullu nafni! og mynd af henni og dreifa því útúm ALLT! Henni er ALLTAF trúað. Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið SKAMMIR útaf hennifrá fjölskyldu og ÓKUNNUGUM! afþví hún laug hinu og þessu uppá mig. Og ég veit ekki hvað oft sem BARN ég hef þurft að ljúga útaf henni! Ég vissi ALDREI hvað var "rétti" sannleikurinn. Og ef ég sagði óvart "minn rétta" sannleika þá var ég skömmuð svo hrikalega! Og enþá ídag reynir hún aðfá mig að ljúga fyrir sig. Sem gengur ekki. Hún er svo mikil !!! og svíkur og prettar og.. stelur póstinum mínum (neitar því) en eg veit að það er hún. Stal fötunum mínum þegar eg var yngri og flott dóti. Og gaf öðru fólki það, eða hirti það sjálf og reyndi svo að ljuga að eg hafi gefið henni það, eða hun keypt það á útsölu. (og ef eg náði að sanna að þetta væri mitt, þar sem eg hafði merkt það) þá var ég að ljúga og merkti það nýleta) Þetta er bara ÖRLÍTÐ BROT! Ég hef ekki verið hamingjusöm síðan ég var smástelpa. Ég veit varla hvað það er að vera hamingjusamur.. Ég er svo dauð inn í mér eitthvað.. Ég græt oft útaf hvernig líf mitt er, en þegar það koma tilvik sem ég ÆTTI að gráta yfir.. t.d dauðsföll eða, ofbeldi á nánum ættingja (fullorðnir) eða manneskja liggur á gjörgæslu haldið sofandi í 20 daga í bráðri hættu, þá einhvernveginn GET ég ekki grátið. Eg er gallað eintak. Og þó þið svarið mér ekki, sem ég skil alveg. Hver nennir að lesa þessa ausu. Svo veit ég ekki hvað eg er að reyna fá svar við... Svo horfi ég á dóttur mína, og mig langar bara að fara að gráta fyrir að hafa hugsað svona um hana.. Elska hana svo mikið. Æji sorrý þetta bull í mér. Er bara ógeðslega reið, er svo sár, er bitur og ofsalega þreytt. Ég og kærastinn erum að fjarast burt frá hvort öðru. Allt sem getur farið úrskeyðis er að fara úrskeyðis! (OG JÁ, þið megið setja þetta á vefinn) :)

Sæl og blessuð og takk fyrir bréfið.

Ég get lesið það að það er ansi margt sem er að hrjá þig og þú ert með fullt af hugsunum sem þú þarft að greiða úr. Af bréfinu má ráða að þú gengur í gegnum erfiða tíma og vandamálin virðast vera mikil og óyfirstíganleg. Sú staðreynd að þú áttir þig á vandanum og finnir þörfina til að festa hann í orð og senda okkur fyrirspurn sýnir að þú ert á réttri leið og hefur stigið fyrsta skrefið. Þú ert greinilega í tilfinningarlegu uppnámi og finnst að þú getir ekki náð tökum á lífinu. Þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar.

Ég held þú sért alveg á réttri leið þegar þú segir að þú ættir að hitta sálfræðing. Ef þú ert búin að vera að vinna (fyrir fæðingarorlof) þá gætir þú átt rétt hjá þínu Stéttarfélagi styrk til að greiða hluta af sálfræðiviðtölunum. Ef þú átt ekki rétt þar er hægt að kanna hvort Félagsþjónustan í þínu sveitafélagi (Þjónustumiðstöð ef þú býrð í Reykjavík) geti styrkt þig til að fara til sálfræðings.

Ef þetta gengur ekki þá ertu að sjálfsögðu alltaf velkomin/n í persónulega ráðgjöf hjá okkur niður í Hinu Húsi. Þú þarft bara að bóka með okkur fund á fyrirfram ákveðnum tíma svo við getum kallað til viðeigandi ráðgjafa. Ef það hentar þér ekki koma í heimsókn til okkar þá er til fjöldinn allur af öðrum faglegum úrræðum sem við hvetjum þig til að nýta þér. Þú getur leitað til námsráðgjafa og/eða hjúkrunafræðings innan þíns skóla, þ.e. ef þú ert í skóla. Þau geta veitt þér ráðgjöf og bent þér á faglegar lausnir við þínu vandamáli. Þú getur líka leitað til heimilislæknis en hann getur án efa veitt þér hjálp og stuðning. Svo getur þú einnig leitað til Þjónustumiðstöðvarinnar í þínu hverfi, þ.e. ef þú býrð í Reykjavík. Í þjónustumiðstöðinni er hægt að fá greiningu og hjálp. Hringdu í síma 411-1111 til að fá að vita hver þín þjónustumiðstöð er eða þú getur líka lesið um þær inn á vefnum www.rvk.is. Ef þú býrð í öðru bæjarfélagi heldur en Reykjavík getur þú leitað til Félagsþjónustunnar innan þíns bæjarfélags og fengið þar bæði greiningu og hjálp.

Það er greinilega mikið sem hefur gengið á hjá þér í gegnum tíðina og á bréfinu að dæma virðist þú gera þér grein fyrir hvað hefur verið í gangi í fjölskyldunni í gegnum tíðina. Það er líka örugglega erfitt að hafa þessar hugsanir varðandi barnið þitt, en það er örugglega mun algengara hjá ungum mæðrum en þú heldur að hafa þessar hugsanir. Það væri örugglega gott fyrir þig að hitta aðrar ungar mæður og vil ég benda þér á, ef þú býrð í Reykjavík, að það er hópur að hittast í Hinu húsinu (www.hitthusid.is) á miðvikudögum kl.13-15 á 3ju hæð með börnin sín og fá ýmsa fræðslu og einnig bara til að spjalla og viðra einmitt svona hugsanir sem vakna.

Ef þú vilt byrja á því að lesa þig til um geðheilsu á netinu þá bendum við þér á vefinn www.umhuga.is og www.gedhjalp.is. Þar getur þú einnig lesið þig til um fjöldann allan af úrræðum sem eru í boði. Þar er m.a. bent á hjálparsímann (símanúmer: 1717) og barna- og unglingageðdeild Landspítalans. En ég hvet þig til að bíða ekki lengur með að finna þér einhvern aðila til að tala við hvort það er sálfræðingur eða félagsráðgjafa í þínu sveitafélagi.

Þú ert nú þegar búin að stíga fyrsta skrefið í að biðja um aðstoð og það er oftast erfiðasti hjallinn að byrja. Þ.a. þú skalt núna strax taka næsta skref og finna þér fagaðila til að tala við. Ekki gera ekki neitt þar sem að vandamálin eins og þú lýsir þeim eru af þeim toga að best er að leita sér aðstoðar í viðtali.

Gangi þér sem allra best.

Erla, Jón og Rafn

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018