útferð og kláði

02. maí 2016

Spurning

hæ . ég hef verið með hvíta útferð í langann tíma , en ekki pælt of mikið í því. stundum er hún alveg hvít og þykk, en stundum þynnri og lítið eitt glærari. þetta var byrjað áður en ég fór að sofa hjá. svo hefur líka verið mikill kláði í kring um kynfæri, en ég hélt það stafaði kanski meira afþví að svæðið er rakað ?

 

Hvít/glær lyktarlaus útferð er eðlileg útferð og það er alveg epðlilegt að útferðin sé mismikil. En ef útferðin eykst mikið, lyktar og kláði fylgir með þá þarf að athuga málið. Þú segir að útferðin hvafi verið byrjuð áður en þú fórst að sofa hjá, hvað með kláðann? Mikil hvít lyktarlaus útferð og kláði bendir til sveppasýkingar. Sveppasýking er ekki kynsjúkdómur og allir geta fengið sveppasýkingu. Þú færð lyf við því í apóteki án lyfseðils. Það er krem sem heitir Canesten og einnig eru til stílar sem eiga að fara upp í leggöngin. Ef þú átt kærasta og þið sofið saman án smokks þá þarf hann að nota kremið líka.

Þar sem þú ert farin að sofa hjá vil ég samt ráðleggja þér að fara til kvensjúkdómalæknis í tékk ef þið notuðuð ekki smokk. Það er best að vera viss þó að útferðin hafi verið byrjuð áður. Þú getur farið á húð og kynsjúkdómadeildina (sími 5436050) eða fundið þér kvensjúkdómalækni og pantað tíma á stofu. Fáðu mömmu þína, systir eða vinkonu til að mæla með einhverjum lækni ef þær hafa farið.

Kláði getur líka fylgt rakstrinum eins og þú segir en þá er kláðinn bara á rakstursvæðinu. Passaðu að nota hreint rakblað og notaðu raksápu og best er að raka sig í sturtu. Það er gott að bera svo á sig lyktarlaus krem eftir raksturinn til að mýkja húðina.

Gangi þér vel.

Íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum