Útferð og vond lykt

12. desember 2012

Spurning

hæj,hæj. Það kemur svo rosalega milil útferð í nærurnar mínar og búið að vera í sirka tvær vikur, í fyrradag kom eitthvað brúnt í nærurnar og svo aftur í gær....hvað er það? Ég er ekki byrjuð að fá blæðingar og er 12 ára og að verða 13 í oktober

 

Þetta er alveg eðlilegt.  Sennilega ertu að fara að byrja á blæðingum fljótlega.  Útferðin er eðlileg hreinsun og  litur útferðar ætti að vera hvítur eða ljósgulur, það ætti ekki að vera vond lykt, verkir eða kláði.  Brún útferð er gamalt blóð og það er alveg eðlilegt að blæðingar séu brúnleitar, eru það oft í byrjun og í lokin.  En þetta bendir til að þú sért að fara að byrja á blæðingum og það er bara flott, og segir bara að allt sé í góðu lagi hjá þér.

 

Gangi þér vel, kveðja íris

 

 

 

 

12. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum