Útferð, sýkingar og kláði eftir pillupásu

02. maí 2016

Spurning

Dagatal

Dagatal
Flokkun: 

Hæhæ, ég tók mér smá pásu frá pillunni en ekki nema einn mánuð.. ég byrjaði svo aftur á henni fyrir tæpum 2-3 vikum síðan, en ég er byrjuð að fá mikla brúna útferð síðustu daga. Ég er vön að fá þær fyrir og eftir blæðingar en núna á ég ekki að byrja á blæðingum fyrr en eftir 2 vikur eða meira. Þetta er frekar óþæginlegt, en ég var að pæla hvort þetta sé nokkuð pillan? er hún hætt að virka á mig eða hvað er í gangi? Það er líka byrjað að fylgja soldill kláði með þessu og orðið mjög óþægilegt að pissa... Er ég að fá sveppasýkingu líka? Annars er ég búin að vera með frekar miklar sveppasýkingar, eða kláða og roða síðustu vikur sem kemur og fer frekar oft, ég má ekki einu sinni setja body lotion nálægt svæðinu nema ég byrji að svíða daginn eftir... og ég er alveg komin með nóg af því :( hvaða lyf eða krem er best að kaupa? .... svo vil ég taka fram að ég er búin að vera alltaf með sama stráknum síðan ég byrjaði að stunda kynlíf svo ég er nokkuð viss um að þetta sé engin annar kynsjúkdómur, eða það vona ég. Með fyrirfram þökk.

Það væri best hjá þér að fara til læknis til að vera viss um hvað er að valda þessum einkennum.  Þú getur farið í skoðun hjá heimilislækni eða kvensjúkdómalækni eða pantað tíma á göngudeild húð-og kynsjúkdóma (s. 5436050).  Þú ættir að panta þér tíma sem allra fyrst.  Ég get því miður ekki ráðlagt þér neitt krem sem myndi virka á öll þessi einkenni og það er mjög mikilvægt að þú fáir að vita með vissu hvað er að valda þessu.  Kynsjúdkómur, sveppasýking, þvagfærasýking, ólétta ?  Gæti í raun allt komið til greina.  Pantaðu þér tíma strax og gangi þér vel.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum