Vantar ókeypis forrit til að búa til ættartré

03. nóvember 2016

Spurning

Ég er að búa til ættartré með hjálp Íslendingabókar og mömmu og pabba en ég finn ekki neitt forrit til að búa það til í. Ég get ekki gert nógu stórt í Word og ég prófaði að nota forritið SmartDraw en það þarf að borga fyrir það eftir eina viku í noktun. Getið  þið bent mér á einhver ókeypis forrit?

Sæl.

Til er fjöldinn allur af forritum til að búa til flæðirit, sambærilegum því sem hægt er að gera í Word. Slík forrit kallast á ensku diagram software eða flow chart software.   Getur séð ágætt yfrlit yfir frí forrit í þeim dúr á þessum vef: https://www.osalt.com/

Sennilega er þó best fyrir þig að nota sérhæfð ættfræðiforrit til að búa til fjölskyldutré.

Læt hér fylgja nokkrar hugmyndir.

• FamilyEcho - frítt vef-app til að búa til fjölskyldutré  http://www.familyecho.com/
• Gramps - forrit í tölvuna til að búa til fjölskyldutré  https://gramps-project.org/
• Forrit fyrir fyrir Android-snjallsíma https://play.google.com/store/search?q=family%20tree&c=apps&hl=en
• Forrit fyrir iPhone : https://fnd.io/#/us/search?mediaType=ios&term=family%20tree

Vonandi kemur þetta þér áfram í þessu skemmtilega verkefni.

Kveðja,
Sindri Snær

03. nóvember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?