Var að velta tíðahringnum fyrir mér

16. október 2017

Spurning

Ég og kærastinn minn vorum að pæla í barneignum. Var að velta tíðahringnum fyrir mér , byrjaði á blæðingum 28.sept og endaði núna 3.okt. Er mikið að pæla í hvenær egglos á sér stað og hvenær best er að stunda samfarir

Ef tíðahringur er reglulegur þá á egglos sér stað á um 14. degi.  Fyrsti dagur tíðarhringsins er í raun fyrsti dagur blæðinga.  Þannig að um rúmri viku eftir að blæðingar hætta er oft líklegur tími til að sæði hitti eggið.  Samkvæmt dagsetningunum sem þú gafst væri því líklegt að egglos hjá þér sé núna (s.s. 12. Október) eða í kringum þennan dag. 

Ef þú ert ekki viss með tíðarhringinn þinn þá eru til próf sem þú getur keypt í apótekinu, egglos próf sem mæla hormón í þvagi (eins og ólettupróf) og segja manni hvernær egglos á sér stað.  Fæst líka á netinu á www.frjósemi.is

Ef ekki gengur vel þá eru ýmsar gagnlegar upplýsingar hér; www.tilvera.is  Þó ekki sé nokkur ástæða til að hafa áhyggjur þó þið hittið ekki í mark við fyrstu tilraunir J

Gangi ykkur vel.

16. október 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð