Verð gröð af því að sjá baguette

02. maí 2016

Spurning

Hjálp!!!!!!
Ég var að horfa á franska mynd og einhver gæji var a veifa baguette-inu sínu framan í alla sem löbbuðu framhjá honum og ég varð alveg virkilega gröð.  Núna alltaf þegar ég sé baguette, hvort sem það er skorið eða í heilu lagi, verð ég alltaf ótrúlega gröð og langar gg mikið að nota það í hluti sem innihalda ekki að borða...  Er eitthvað að mér???

Nei, nei það er ekkert að þér.  Þetta baguette atriði í myndinni hefur greinilega kveikt í þér.  Kannski varstu gröð þegar þú horfðir á myndina og tengdir eitthvað við þetta.  Svo þegar tengingin er komin þá getur tilfinningin poppað upp aftur eins og er að gerast hjá þér núna þegar þú sérð baguett..í bakaríinu eða eitthvað.  Það er ekki eins og þetta skaði neinn og hugsanir, skrítnar, væmnar, ljótar, allskonar hugsanir, koma stundum án þess að við fáum neitt við ráðið.  Við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við, hvernig við hegðum okkur.  Kannski þú ættir bara að fara með eitt baguette brauð afsíðis og testa það hvort brauðið sé svona sexý eftir allt. 

Ekki hafa áhyggjur af fantasíum eða kynórum.  Meðan þú skaðar þig ekki eða aðra þá er þetta allt í fínasta lagi og bara gaman.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Heimilið |  21.04.2015