Verkir í eggjastokkum

25. apríl 2014

Spurning

Hjarta

hjarta
Flokkun: 

Ég er með eina spurninguu, ég byrjaði á pillunni í mars, og fór síðan í bústað þegar hálft spjaldið var búið og gleymdi spjaldinu heima þannig ég fór aftur á blæðingar eftir hálft spjald, allt í lagi með það. síðan kláraði ég það og næsta spjald, tók eitt og hálft semsagt, byrjaði síðan á blæðingum sem voru brúnar í byrjun og oft á morgnanna en einnig rauðar og stundum dökkar, engin lykt en liturinn vakti upp spurningar. Síðan eftir að ég hætti hef ég fundið fyrir verkjum í eggjastokkum, held ég, allavega svona neðarlega til hliðanna. svoldið eins og túrverkiir en er ný hætt á túr, bara daginn eftir að túr hætti. er það eðlilegt? þeir eru ekki stanslaust en koma af og til.

Þetta hljómar allt ok. hjá þér varðandi blæðingarnar.  Það er ekki óeðlilegt að blæðingarnar breytist við það að byrja á pilluna og minnka oft.  Brúnar og rauðar er alveg eðlilegt.  En þessi verkur sem þú lýsir er kannski ekki alveg ok.  Þú ættir að fylgjast með því hvort hann breytist eftir því hvar þú ert í tíðarhringnum og gott að fylgjast með öllum svona breytingum, lit og lykt.  Verkir í eggjastokkum geta verið blöðrur, oftast saklaust fyrirbæri en getur verið óþægilegt.  Það er þó ómögulegt fyrir mig að greina.  Best væri hjá þér að fara til kvensjúkdómalæknis til að fá að vita hvað sé að valda þessum verkjum.  Einnig ættir þú pottþétt að fara í tékk ef það er séns á kynsjúkdómasmiti því verkir og breytingar á blæðingum geta verið einkenni.

Kveðja og gangi þér vel.

25. apríl 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016