Vinkona mín er þunglynd!

29. maí 2012

Spurning

Ég er 16 ára stelpa og ég á vinkonu sem er jafn gömul og ég og hun er ekki alveg sátt við lífið. Hun vill helst bara hverfa af yfirborði jarðar og bara að allir gleymi henni. Ég hef reynt eins og ég get að tala við hana en það virkar voða lítið. Hun vill eiginlega ekkert hlusta á mig heldur talar bara um það hvað allt er ömurlegt. Hun er buin að eiga erfitt lengi en hefur náð að fela það en stundum þá bara hrynur hún og það er hræðilegt að horfa upp á það. Mamma hennar er þunglynd og er á slæmu stigi og hefur verið veik frekar lengi. Vikona mín er bara orðin leið á lífinu og heldur ða það sé enginn tilgangur með vþí. ég reyndi að fá hana til að tala við einhvern en hún segir að það geti enginn hjálpað henni svona sé bara lífið og það séu allir svo ánægðir að það hafi enginn tíma fyrir hana. en ég veit betur og ég veit það að það er fullt af fólki sem er tilbúið til að hjálpa henni. en hún vill ekki hjálp ég veit ekkert hvernig ég á að fá hana til að koma með mér. ég er búin að bi'ja hana um að koma niðrí hitt húsið en hún neitar. Ég veit ekkert hvert ég get leitað. Ég get ekki mikið talað við foreldra hennar af því að mama hennar er veik og æ það er bara eins og pabbi hennar skilji þetta ekki. Ég þekki hana ekki það rosalega el að ég þekki eitthvað af ættingjum hennar eða svoleiðis og það vita alveg nokkrir þetta sem ég þekki sem eru fullorðnir. en það er bara eins og öllum sé sama kannski er það ekki rétt hjá mér en það er allavegana ekkert gert í málinu en kannki er það af því að hún vill það ekki. en ég vona að ég fái einhver svör um það hvað ég get gert því það er alveg hræðilegt að horfa upp á vikonu sína líða svona illa. sérstaklega á þessum tíma árs.
Sæl, Það er örugglega erfitt fyrir þig að axla þessa ábyrgð á líðan vinkonu þinnar. Það er alveg rétt hjá þér að vinkona þín verður sjálf að vilja hjálpina svo hægt sé að gera e-ð fyrir hana. Þú ert greinilega tilbúin til að vera stuðningur fyrir hana og það er mjög gott. Það sem þú getur gert fyrir hana er að benda henni á ýmsar leiðir og láta hana vita að þú getir farið með henni eða stutt hana á e-n annan hátt í þessu ferli. Best væri ef þú gætir fengið hana til að ræða þetta sjálf við foreldra sína þ.a. þau viti hvað er að gerast hjá henni og geti veitt henni sinn stuðning og skilning og ábyrgðin sé ekki á þínum herðum. Hægt er að leita sér aðstoðar á mörgum stöðum og er tótalráðgjöfin einmitt einn þeirra. Það er hægt að koma hingað í Hitt Húsið í viðtal, hægt að panta það á heimasíðunni eða hringja í s.520-4600. Ef vinkona þín er í skóla þá getur hún pantað sér viðtal hjá námsráðgjafa sem getur svo lóðsað hana áfram. Einnig er hægt að panta tíma hjá unglingarágjafa hjá Félagsþjónustunni (síminn hjá Félagsþjónustu Rvíkur er 535-3000). Auk þess er hægt að hringja í Vinalínuna í s.1717. Einnig vil ég benda þér á að þú getur líka leitað á þessa staði til að létta af þínum áhyggjum. Vona að þetta gangi sem best. Kær kveðja Erla S. Hallgrímsdóttir, félagsráðgjafi
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar