Vinkonur og kvíði

06. desember 2012

Spurning

HæHæ... ætla að tala um 2 1. Ég á eina vinkonu sem elskar kærastann sinn ótrúlega mikið, en hann fer svo illa með hana, hann öskrar á hana a hverju kvöldi, drekkur áfengi hverja helgi og hefur haldið framhjá henni, hún er orðin þannig að hún borðar ekkert, er drullu hrædd við hann og skelfur og finnst hún bara þurfa að æla, Svo kemur hún alltaf til mín til að spyrja mig hvað hún á að gera og ég,fjölskyldan hennar og aðrir vinir viljum að hún endi þetta samband, en hún hlustar ekki, Svo þegar hún kemur til mín þá get ég ekki tekið öllu sem hún segir því ég er kvíðaveik og get ekki tekið öllu... 2. Árið 2004 þá fór mamma min í aðgerð á skjaldkirtli því hún var með krabbamein, samt góðkynja, mer er samt sama, krabbamein er krabbamein og það getur alltaf breyst í illkynja svo 18.júní sama ár þá varð ég fyrir tilraun til nauðgunar.. mer fannst hann na þvi sem hann vildi en það kom ekkert útur sýnum sem eg fór í, eg fór til sálfræðings og svona,En eftir þessa 2 atburði þá er eg kvíðaveik og fæ stundum kvíðaköst hef 2 farið á spítala vegna þess ég tók of mikinn skammt af verkjalyfjum, en hef samt ekki fengið nein stór kvíðaköst nuna undanfarið en eg hef fengið fullt af svona litlum sem mer finnst safnast upp, mig langar svo bara að gráta endalaust nuna en eg bara vil ekki sýna fjölskyldunni minni og kærastanum + hans fjölsk, að mer líður illa ég segi alltaf mer líður vel en mer liður ekkert alltaf vel. Ég get ekki hlustað meira á þetta í vinkonu minni því þá spring eg, hvað get ég sagt við hana kv ss

Hæ, hæ og takk fyrir að senda á okkur fyrirspurnina þína. Það getur verið erfitt að hlusta mikið á erfiðleika annarra en mér sýnist þú hafa staðið þig vel í að ráðleggja vinkonu þinni. Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvort þú hafir sagt vinkonu þinni frá kvíðanum og hvað það taki mikið á þig að veita henni ráðleggingar varðandi sambandið? Ef ekki þá er það mín ráðlegging til þín að segja henni frá því hvernig þér líður. Góð vinkona myndi skilja aðstæðurnar þínar og veita þér svigrúm og styrkja þig eins og þú hefur styrkt hana. Hvað varðar kvíðann þá legg til að þú hafir samband við heimilislækninn til að vinna með hann. Læknirinn myndir svo koma þér í viðtöl og meðferð hjá sálfræðingi ef hann teldi þörf á. Það er mjög gott að ræða um líðan sína við þá sem standa manni næst, eins og kærastann og fjölskylduna. Það er líka mikilvægt að þau viti hvernig þér líður svo þau geti aðstoðað þig og veitt þér stuðning.

Gangi þér vel

Kveðja,

Hildur Ýr , unglingaráðgjafi

06. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar