Vinnuréttur?

10. ágúst 2015

Spurning

Hef unnið á sama vinnustað sem heyrir undir stéttarfélaginu VR sl. 2 sumur, 3 mánuði í senn fyrra sumarið og aftur 3 mánuði núna í sumar. Á ég rétt á einhverjum orlofsdögum á launum ? Ég fékk nefnilega 3ja daga leyfi fyrr í sumar (heimsækja vinkonu erlendis) en sé að þessir dagar hafa verið dregnir af laununum.
Góðan daginn, Frábært hjá þér að leita aðstoðar til að þekkja þinn rétt. Ég vona að þetta svar hjálpi þér til komast að hinu rétta. Ómögulegt er fyrir mig að svara með vissu án þess að hafa launaseðil og frekari upplýsingar um starfið en þetta ætti að varpa betra ljósi á málið. Stuttasvarið er: nei, þú færð ekki boguð laun á meðan þú ert í fríi. Ég hvet þig þó til að kanna hvort þú sért ekki að fá rétt greidd laun. Vinnuveitendur greiða 10.17% að lágmarki í orlof sem legtst ofaná heildarlaun. Almennt er orlof greitt inn á sérstaka reikninga sem eru í vörslu vinnuveitanda. Vinnuveitandi greiðir svo út orlof í maí ár hvert. Þó eru 3 aðferðir þekkar um greiðslu á orlofi. 1. Orlofi safnað á reikning og greitt út í maí eða við starfslok 2. Orlofið er lagt ofaná útborguð laun og greitt út með hverri útborgun (ATH! á að þá að koma fram á launaseðli). 3. Orlof er greitt út sem laun á meðan fríi stendur (á yfirleitt eingöngu við um starfmenn sem eru fastráðnir og/eða með föst grunnlaun). Þumalputtareglan um orlofsdaga eða frítökurétt er að fyrir hvern unnin mánuð átt þú 2 daga í frí, þannig að ef þú ert að vinna í 3 mánuði hjá sama fyrirtæki þá munt þú safna rétt til úttektar á 6 frídögum. Fyrir þá daga er ekki greidd laun, því þú ert að safna 10,17% í orlof aukalega ofan á launin þín. Orlofi er ættlað til að gera fólki kleyft að taka sér frí og orlofsgreiðslur eiga að koma fram á launaseðlinum þínum. Farðu yfir launaseðilinn þinn og kannaðu hvort ekki komi fram hve mikið orlof þú átt uppsafnað. Ef þetta svar er ekki fullnægjandi fyrir þig hvet ég þig til þess að hafa til launaseðlana þína og hafa samband við VR í síma 510-1700 eða með að kíkja í heimsókn til þeirra í kringuna 7, 103 Reykjavík. Nánari upplýsingar http://attavitinn.is/vinna/vinnumarkadurinn/rettindi/hvad-stendur-launas... http://attavitinn.is/vinna/rettindi/ordabok-um-helstu-hugtok-vinnumarkadi
10. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum