Vitlaus bátur á Subway

21. ágúst 2016

Spurning

Hæ ég var á Subway og ég fékk mér óvart sterkan ítalskan en ég ætlaði að fá mér pepperoni bát, hvað á ég að gera?

Hæhæ,

Æ leiðinlegt þetta klúður hjá þér. Það er nú mjög lítið sem þú getur gert í þessu núna þar sem við búumst við því að þú sért nú þegar búinn að kyngja bátnum sem þú keyptir. Það sem við mælum hins vegar með að þú gerir að að hugsa aðeins áður en þú pantar næst, er þetta það sem þig virkilega langar í og taka því rólega, bátarnir fara nefnilega ekki neitt þó maður hugsi í smá stund. Svo er kannksi ágætt að hugsa hvort það hafi ekki bara verið allt í lagi þó þú hafir pantað vitlausan bát, kannski hefði pepperoní báturinn verið eitthvað klúður þann daginn.. þú græddir líklega bara hellong á því að fá þér sterkan ítalskan!

Gangi þér vel með bátana í framtíðinni, og ekkert óðagot í pöntunarferlum.

Tótalráðgjöf

21. ágúst 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Nám |  27.05.2014 Inntökuskilyrði í Versló