vond lykt af kynfærum

02. maí 2016

Spurning

ég er 18 ára strákur og og fékk klamidiu fyrir hálfu ári eða svo. ég fékk lyf við henni og allt var í góðu. svo byrjaði ég með stelpu og við byrjuðum að hafa samfarir sem er ekki til frasagnar færandi nema hvað að ég byrjaði að svitna mjög mikið í kringum typpið. það er engin roði eða útferð í gangi heldur bara þessi sviti. þetta er alveg rosalega pirrandi og þó ég fari í sturtu á hverju degi þá kemur þetta strax daginn ettir. það er bara eins og ég mígi smá á mig. auk þess fylgir þessu smá lykt en þó alls ekki sterk. frekar einkennilegt. vona að þið getið bent mér á eitthvað. takk

Sælir, Þegar þú talar um að svitna í kringum typpið, er það af typpinu sjálfu, þar með kónginum og annarsstaðar, eða í kringum hann s.s pungurinn? Lykt af svita getur oft endurspeglast í því sem þú ert að borða, viss fæða gefur frá sér mikla lykt þegar við svitnum. Kynfærin hjá okkur er frekar viðkvæm, og þá sérlega fyrir hita. Það er mikilvægt að vera ekki í of þröngum nærbuxum eða buxum, því þá fá þau ekki það "rými" til að lofta út sem skyldi. Það geta verið einföldustu ástæður þarna á bakvið og lausnirnar eftir því, t.d. bara að passa upp á að vera ekki í þröngum nærfötum - heldur frekar í boxer, drekka nóg vatn og borða hollt fæði, til að losna við lyktina. Annars mæli ég þó heldur með að þú kíktir til heimilislæknis þíns og fáir hann til að kíkja á þetta, eða ferð í unglingamóttöku. Ég held að það sé alltaf best - just in case ;) Ég geri passlega ráð fyrir að þetta hafi áhrif á kynlíf þitt, sér í lagi þína eigin líðan. Þegar eitthvað bjátar á hvað varðar þessa líkamshluta, þá er fólk vanalega mjög meðvitað og líður illa vegna þess. Það að finnast vera vond lykt og mikill sviti við kynfærin eykur líkurnar á að þér líði ekki vel í ástarleik með kærustu þinni. Það sem er að gerast hjá þér á sér örugglega einföldustu skýringar, og þú þarft alls ekki að skammast þín fyrir þetta. Það myndi hins vegar hjálpa þínu sálartetri að hitta læknir og ganga úr skugga um hvað þetta hugsanlega gæti verið, gangi þér allt í haginn kveðja

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?