Vond lykt þarna niðrí!

29. maí 2012

Spurning

Sæl ég er tvítug stelpa og á við smá "vandamál" að stríða 'eg hef farið til kynsjúkdómalæknis og allt er víst í góðu lagi. Mér finnst samt svo hrikalega vond lykt "þarna niðri" og fara bara versnandi. Er eitthvað sem ég get gert við þessu??
Sæl og blessuð. Það nokkuð algengt að konur fái sveppasýkingu í leggöng og það lýsir sér m.a. í roða og sviða kringum leggangaopið og hvítkornóttri eða gulleitri útferð sem stundum er illa lyktandi. Það er hægt að kaupa lyf án lyfseðis við þessu í öllum apótekum, bæði krem og stíla sem settir eru upp í leggöngin. Þetta er það sem mér dettur helst í hug en best væri að tala aftur við lækni og fá betri útskýringar ef þessi lykt heldur áfram að pirra þig. Kveðja, Jóhanna
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?