Um Áttavitann

Hvað er Áttavitinn.is?

Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Áttavitinn er í samstarfi við Tótal-ráðgjöf, en það er öflugt teymi fagaðila sem svarar nafnlausum spurningum á netinu endurgjaldslaust. Vefurinn var opnaður af Jóni Gnarr, borgarstjóra, 30. maí 2012.

Helstu markmið Áttavitans

Helsta markmið Áttavitans er að styrkja ungt fólk í að taka upplýstar ákvarðanir og velja jákvæða lífleið. Vefsíðunni er ætlað að auðvelda ungu fólki að finna góðar og áreiðanlegar upplýsingar, setja flókna hluti fram á mannamáli og lista upp þau tækifæri og réttindi sem standa ungu fólki til boða.

Umsjón verkefnisins

Áttavitinn er rekinn af Hinu Húsinu í Reykjavík. Vefurinn er þróaður af Kosmos & Kaos, ásamt starfsmönnum Áttavitans, fyrir Reykjavíkurborg og er hluti af Evrópuverkefninu EGOV4U. Verkefnastjóri Áttavitans er Sindri Snær Einarsson.

Þetta er ekki spurning, ég vildi bara þakka fyrir allt. Þessi síða hefur hjálpað mér rosalega mikið. Alltaf ef ég er í vafa spyr ég bara ykkur!

Staðreyndir um Áttavitann 

  • Heimsóknir eru á billinu 32.000 til rúmlega 35.000 á mánuði.
  • Um 90% af umferð inná vefinn er í gegnum leitarvélar.
  • Okkur berast um 2 til 5 spurningar á dag að jafnaði á tótalráðgjafarhluta vefsins.
  • Vefurinn hefur að geyma yfir 3.000 greinar og spurningar í 10 efnisflokkum.
  • Áttavitinn er þróaður af ungu fólki fyrir ungt fólk en starfar jafnframt með fagaðilum um efnistök og staðreynda yfirlestur.

Skilmálar

Hafðu samband

 

 

menu

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?