Um Tótal ráðgjöf

Öflugt ráðgjafateymi svarar spurningum ásamt ýmsum fagaðilum og stofnunum. Teymið samanstendur af fagfólki sem vinnur markvisst af því að leiðbeina ungu fólki í réttan farveg í lífinu á skjótan og aðgengilegan hátt. Tótalráðgjafarnir eru samstarfsteymi og hver og einn hefur sitt sérsvið, sem dæmi um sérsvið má nefna: kynlíf, námsráðgjöf, þunglyndi, fíkn, léleg sjálfsmynd og ástarsambönd. Full nafnleynd er viðhöfð og að sjálfsögðu ríkir 100% trúnaður. Okkur ber engu að síður lagaleg skylda til að tilkynna kynferðisbrotamál, ofbeldismál og önnur afbrot til lögreglu ef við höfum fullt nafn.

Við svörum fyrirspurninum:

  • Inn á vefnum eða beint í einkapósti.
  • Með því að bjóða viðkomandi í ráðgjöf hjá okkur.
  • Við komum einstaklingnum áfram í frekari ferli hjá fagaðila eftir því sem við á og hver þörfin er.

Tótalráðgjöf er alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og hún er rekin af Hinu Húsinu í Reykjavík. Hér er lögð áhersla á að bjóða ungu fólki farveg til að greina vanda sinn og aðstoð til úrlausna á skjótan og aðgengilegan hátt. Hér geta öll ungmenni fengið svör við sínum spurningum með því að senda okkur spurningu í gegnum totalvefinn eða með því að lesa eldri svör. Það er einnig hægt að hringja inn, senda okkur tölvupóst eða mæta niður í Hitt Húsið fyrir ráðgjöf ef það hentar viðkomandi betur.

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?